Fara í efni  

Fréttir

Sigurður Heiðar er Rauðhærðasti Íslendingurinn 2017

Margt var um manninn á viðburðum Írskra daga víða um kaupstaðinn í dag. Einn af hápunktum hátíðahaldanna er val á Rauðhærðasta Íslendingnum 2017 og kom það í hlut Sigurðs Heiðars Valgeirssonar frá Grundarfirði að þessu sinni. Sigurður, sem er 15 ára gamall, hefur áður tekið þátt í keppninni en þá var hann aðeins tveggja eða þriggja ára. Það voru þær Stefanía Sigurðardóttir og Inga Hrönn Óttarsdóttir frá hárgreiðslustofunni Mozart sem höfðu það vandasama hlutverk að velja úr fríðum hópi rauðhærðra.
Lesa meira

Áætlunarferðir Akranesferjunnar á Írskum dögum

Líkt og flestum Skagamönnum er kunnugt um fara hinir margrómuðu Írsku dagar fram um helgina á Akranesi. Af því tilefni verða aukaferðir í boði með Akranesferjunni og má sjá áætlun og verðskrá hér fyrir neðan. Tilvalið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra gesti að skella sér á Skagann og njóta frábærrar
Lesa meira

Írskir dagar voru settir í dag

Setning Írskra daga 2017 fór fram í blíðviðri við Akratorg fyrr í dag. Setningin fólst í afhjúpun á verki GAGA Skorradal sem er tileinkað Írskum dögum en um risastóra indíána hárkollu í fánalitum Írlands var að ræða. Þegar Gerður (GAGA Skorradal) er spurð út í verkið segir hún "Fáninn er mikið tákn og segir til um hverrar þjóðar hver og einn er og nú eru Írskir dagar á Akranesi og langaði mig til að Akraneskaupstaður fengi verk eftir mig". Gerður býr húfurnar einnig til í stærð sem henta vel sem höfuðfat og eru þær til sölu hjá henni að Smiðjuvöllum á Akranesi.
Lesa meira

Bláfáninn dreginn að húni í fimmta sinn

Bláfáninn var dreginn að húni á Langasandi í fimmta sinn í dag. Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem er veitt sem tákn um góða umhverfisstjórnun. Það var Salome Hallfreðsdóttir verkefnastjóri frá Landvernd sem afhenti Sævari Freyr Þráinssyni bæjarstjóra fánann.
Lesa meira

Írskir dagar hefjast á fimmtudaginn

Írskir dagar verða haldnir hátíðlegir í 18 sinn dagana 29. júní til. júlí næstkomandi. Hátíðin hefur fest sig í sessi í gegnum árin og er einn af hápunktum sumarsins á Akranesi. Dagskráin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár enda fjölmargir viðburðir orðnir fastir liðir hjá íbúum sem og gestum. Líkt og önnur...
Lesa meira

Samstarf um móttöku 400 skáta í júlí

Akraneskaupstaður og Skátamót ehf. undirrituðu þann 21. júní síðastliðinn samstarfssamning um móttöku 400 ungmenna á vegum 15th World Scout Moot 2017 sem fram fer á Íslandi þann 25. júlí til 2. ágúst næstkomandi.
Lesa meira

Akranesferjan siglir um helgina

Akranesferjan verður með áætlun og kynningarverð á siglingum í tengslum við Norðurálsmótið um helgina, 23. - 25. júní. Þetta er kjörið tækifæri fyrir heimamenn að skreppa til Reykjavíkur sem og fyrir Reykvíkinga að heimsækja Skagann.
Lesa meira

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits – íþróttahús við Vesturgötu

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 13. júní s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stofnareits vegna Vesturgötu 120-130, (íþróttahús við Vesturgötu), skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagssvæði nær aðeins til lóðar við Vesturgötu 120-130, lóð Brekkubæjarskóla...
Lesa meira

Tillaga að breytingu deiliskipulagi Akraneshafnar

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 25. apríl 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akraneshafnar skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin felur í sér að breyta skipulagsmörkum deiliskipulags Akraneshafnar á þá leið að Sementsbryggja og athafnasvæði við Faxabraut 10
Lesa meira

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna Sementsreits

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 25. apríl 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, skv. 1. mgr. 31. sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð skipulagsbreyting nær til iðnaðarsvæðis I1 Sementsreitar og hluta hafnarsvæðis. Gert er ráð fyrir að landnotkun
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00