Fréttir
Vitinn, félag áhugaljósmyndara fær menningarverðlaun Akraneskaupstaðar
30.10.2015
Það er Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi sem fær menningarverðlaun Akraneskaupstaðar árið 2015. Menningarverðlaunin eru afhent einu sinni á ári á menningarhátíðinni Vökudögum en hátíðin stendur núna yfir frá 29. október til 8. nóvember.
Lesa meira
Vökudagar formlega opnaðir
30.10.2015
Menningarhátíðin Vökudagar var sett á Akranesi í gær en hátíðin er nú haldin í þrettánda sinn. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri setti hátíðina og opnaði jafnframt sýninguna Lengi býr að fyrstu gerð, tónlistararfur frá Kirkjuhvoli.
Lesa meira
Menningar- og listahátíðin Vökudagar á Akranesi
28.10.2015
Menningarhátíðin Vökudagar á Akranesi er nú haldin í þverrandi birtu haustsins. Vökudagar hafa unnið sér fastan sess í menningarlífi Skagamanna og gesta þeirra með afbragðs tónlist, myndlist, ljósmyndum og svo mætti lengi telja. Hátíðin verður haldin á Akranesi frá 28. október til og með 8. nóvember.
Lesa meira
Tillögur um skipulag Sementsreits
23.10.2015
Skipulagsmál
Tillögur að skipulagi á Sementsreitum svokallaða voru kynntar í gær, þann 22 október, á opnum fundi í Tónbergi. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri setti fundinn og Rakel Óskarsdóttir formaður starfshóps um Sementsreit fór yfir vinnu hópsins og hvað framundan væri. Í starfshópnum voru einnig Dagný Jónsdóttir og ...
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 27. október
23.10.2015
1221. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Laust starf aðstoðarleikskóla- og sérkennslustjóra í leikskólanum Akraseli
23.10.2015
Aðstoðarleikskóla- og sérkennslustjóri óskast til starfa í leikskólann Akrasel. Um er að ræða tímabundið 100% starf frá 1. desember 2015 - 31. ágúst 2016. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og kennarasambands Íslands.
Lesa meira
Laus störf leikskólakennara í leikskólanum Vallarseli
22.10.2015
Leikskólakennarar óskast til starfa. Um er að ræða þrjár stöður, 50%, 75% og 100%. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.
Lesa meira
Tillögur um framtíðarvarðveislu heimilda og sögu Kútters Sigurfara
21.10.2015
Á fundi bæjarráðs Akraness þann 15. október var samþykkt að fela bæjarstjóra að senda erindi til Minjastofnunar Íslands þar sem óskað verður heimildar til að nýta áður veittan 5 milljóna króna styrk frá forsætisráðuneytinu í fyrsta áfanga verkefnisins til uppmælingar, rannsókna og varðveislu heimilda um Kútter Sigurfara.
Lesa meira
Opinn kynningarfundur um skipulagsmál á Sementsreit
20.10.2015
Skipulagsmál
Opinn kynningarfundur um skipulagsmál á Sementsreit verður haldinn þann 22. október næstkomandi í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness að Dalbraut 1. Fundurinn hefst kl. 17.30 og er dagskrá...
Lesa meira
Auglýst starf forstöðumanns menningar- og safnamála
16.10.2015
Akraneskaupstaður auglýsir eftir öflugum leiðtoga í nýtt starf forstöðumanns menningar- og safnamála á Akranesi. Við erum fyrst og fremst að leita eftir kraftmiklum einstaklingi sem hefur mikinn metnað og hefur sýnt árangur í starfi.
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember