Fréttir
Írskir dagar næstu helgi
30.06.2015
Það verður sannkölluð írsk stemning alls staðar á Akranesi næstu helgi þegar bæjarhátíðin Írskir dagar hefjast. Undirbúningur er að ná hámarki og stefnir allt í skemmtilega fjölskyldudagskrá og gott veður. Írskir dagar verða settir á fimmtudagskvöldinu og í beinu framhaldi hefst Litla lopapeysan sem er í boði...
Lesa meira
Umhverfisviðurkenning 2015 - tilnefningar
30.06.2015
Akraneskaupstaður óskar eftir tilnefningum frá íbúum fyrir umhverfisviðurkenningar 2015. Hægt er að senda tilnefningar rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði eða með því að senda tölvupóst á akranes@akranes.is. Frestur til að tilnefna er til og með 15. júlí n.k.
Lesa meira
Fréttabréf Íþróttabandalags Akraness
30.06.2015
Íþróttabandalag Akraness gefur reglulega út rafræn fréttablöð þar sem starf félagsins er tekið. Hér má sjá nýjasta tölublaðið sem er birt með leyfi íþróttabandalagsins og heitir „Þar sem hjartað slær“. Hægt er að gerast áskrifandi og fylgjast með þessu fjölbreytta starfi sem ÍA sinnir með því að senda
Lesa meira
Framkvæmdir við Stillholt
30.06.2015
Framkvæmdir hófust fyrir helgi fyrir framan Stillholt 16-18. Verið er að gera útskot fyrir strætisvagna en töluverð hætta hefur skapast á þessu svæði með framúr akstri bifreiða þegar strætisvagninn er kyrrstæður. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki fyrir lok júlímánaðar...
Lesa meira
Þrjú tré gróðursett í Vigdísarlundi
29.06.2015
Í dag þann 29. júní eru liðin 35 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að verða þjóðkjörin forseti. Af því tilefni voru tré gróðursett víða um land um síðustu helgi og hér á Akranesi voru þrjú birkitré gróðursett í Vigdísarlundi en lundurinn var skírður eftir Vigdísi sem kom í heimsókn á Akranes árið 1992 og gróðursetti tré í lundinum.
Lesa meira
Gróðursetning í Vigdísarlundi laugardaginn 27. júní kl. 13.00
25.06.2015
Í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands standa sveitarfélög og skógræktarfélög saman að gróðursetningu birkitrjáa. Akraneskaupstaður og Skógræktarfélag Akraness munu af þessu tilefni setja niður þrjú birkitré í Vigdísarlundi sem er staðsettur innst í Garðalundi.
Lesa meira
19. júní á Akranesi
18.06.2015
Í tilefni kvenréttindadagsins sem markar í ár eitt hundrað ára kosningarétt kvenna á Íslandi verður kvenleg dagskrá á Akranesi þann 19. júní. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn á viðburði.
Lesa meira
Starf verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði
18.06.2015
Akraneskaupstaður auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa á skipulags-og umhverfissviði. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Lesa meira
Fjölmenni á Akratorgi í dag
17.06.2015
Fjölmenni var við hátíðarhöldin í tilefni af þjóðhátíðardeginum, á Akratorgi í dag. Ingþór Bergmann Þórhallsson formaður menningar- og safnanefndar setti dagskrána og Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar flutti hátíðarræðuna. Sigríður minntist 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna á Íslandi
Lesa meira
Gyða L. Jónsdóttir Wells er bæjarlistamaður Akraness árið 2015
17.06.2015
Hefð hefur skapast fyrir því að útnefna bæjarlistamann Akraness við hátíðlega athöfn á 17. júní. Í ár er það Gyða L. Jónsdóttir Wells sem er bæjarlistamaður Akraness árið 2015.
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember