Fréttir
Undirbúningur hafinn fyrir leikskólainnritun barna fædd í janúar og febrúar 2016
30.10.2017
Foreldrar barna sem fædd eru í janúar og febrúar 2016 hafa nú fengið boð um leikskóladvöl í leikskólum Akraneskaupstaðar í byrjun janúar 2018.
Haft hefur verið samband símleiðis við foreldra allra barna sem eru fædd í janúar og febrúar 2016 og þau fengið boð um leikskólavist. Formlegt erindi frá leikskólastjórum mun berast í næstu viku.
Lesa meira
Guðbjörg Árnadóttir hlýtur Menningarverðlaun Akraness 2017
26.10.2017
Guðbjörg Árnadóttir hlaut í dag Menningarverðlaun Akraness 2017 fyrir framúrskarandi framlag til menningarmála á Akranesi. Verðlaunin voru afhend við setningu menningarhátíðarinnar Vökudaga af Ingþóri Bergmann Þórhallssyni, formanni menningar- og safnanefndar.
Lesa meira
Barnamenningarhátíð sett í dag
26.10.2017
Barnamenningarhátíð, sem er sérstakur þáttur í menningarhátíðinni Vökudagar í ár, var sett fyrr í dag. Bókasafninu á Akranesi var veittur sérstakur styrkur frá Uppbyggingarsjóði til barnamenningarhátíðar fyrir svæðið sunnan Skarðsheiðar og var unnið að því verkefni með miðstigum grunnskólanna þriggja á svæðinu og þá sérstaklega með sjöttu bekkjum skólanna.
Lesa meira
Vökudagar að hefjast
25.10.2017
Menningarhátíðin Vökudagar hefst fimmtudaginn 26. október næstkomandi og stendur til sunnudagsins 5. nóvember. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt að vanda og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira
Málþing um áhrif knattspyrnunnar á Akranesi
25.10.2017
Málþing um áhrif knattspyrnunnar á Akranesi verður haldið í Tónbergi næstkomandi föstudag þann 27. október og hefst það klukkan 15.00. Fundarstjóri er Heimir Fannar Gunnlaugsson og er aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Heimsókn frambjóðenda Norðvesturkjördæmis
25.10.2017
Mánudaginn 25. október síðastliðinn tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Akraness á móti frambjóðendum Norðvesturkjördæmis. Í upphafi fundarins fór Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri yfir þau allra brýnustu mál sem Akraneskaupstaður stendur frammi fyrir og mynduðust afar áhugaverða umræður í kjölfarið meðal...
Lesa meira
Alþingiskosningar 2017
25.10.2017
Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis fer fram í Brekkubæjarskóla, laugardaginn 28. október næstkomandi. Hefst hann kl. 9:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00.
Lesa meira
Samstarfssamningur undirritaður um Jólaævintýri í Garðalundi
23.10.2017
Fimmtudaginn síðastliðinn var samstarfssamningur til þriggja ára undirritaður við þær Margréti Blöndal, Söru Blöndal og Hlédísi Sveinsdóttur um viðburðinn „Jólaævintýri í Garðalundi“. Markmið samningsins er að búa til vettvang þar sem fjölskyldur á Akranesi geta komið saman og átt góðar stundir á aðventunni.
Lesa meira
Kjörskrá vegna alþingiskosninga 28. október 2017
19.10.2017
Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Kjörskrá á Akranesi hefur nú verið samþykkt og lögð fram. Alls eru á kjörskránni 5.091 einstaklingar, þar af eru 2.578 karlar og 2.513 konur. Kjósendur á kjörskrá á Akranesi eru þeir sem eiga þar skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, þann 23. september 2017
Lesa meira
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Stofnanareits - íþróttahús við Vesturgötu
13.10.2017
Skipulagsmál
Birt í B-deild stjórnartíðinda
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 12. september 2017 breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits, breytingin nær aðeins til lóðar Vesturgötu 120-030 þ.e. lóð Brekkubæjarskóla og íþróttahúss við Vesturgötu. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagssaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember