Sementsíló skarta nýjum litum
Rekstraraðilar Sementsverksmiðjunnar hafa lokið við að mála sementssílóin fjögur við hafnarbakkann líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Á næsta ári er stefnt að því að mála pökkunarhús og færibandið sem nær fram á sementsbryggju. Kanon arkitektar voru til ráðgjafar um litavalið. Á sementsreitnum er í gangi rammaskipulagsvinna hjá starfshópi sem settur var á laggirnar í lok árs 2014. Nú stendur yfir mat á ásigkomulagi allra eigna á sementsreitnum en það er Mannvit sem framkvæmir það mat. Stefnt er að kynningarfundi í september næstkomandi þar sem staða mála verður kynnt fyrir íbúum og verður fundurinn auglýstur sérstaklega þegar nær dregur.
Aðrar framkvæmdir á Akranesi
Framkvæmdir við gatnagerð við svokallaðan Nýlendureit (Suðurgata) er lokið en þar er búið að reisa hús með fjórum íbúðum sem ætlaðar eru til útleigu til ferðamanna. Þá er einnig framkvæmdum við útskot strætisvagns á Stillholti lokið. Við íþróttahúsið á Jaðarsbökkum hefur verið unnið að því að betrumbæta gönguleið úr Grundaskóla í íþróttahúsið. Bílaplanið á Jaðarsbökkum verður nú tvískipt til að tryggja að gangandi vegfarendur þurfi ekki að þvera planið.
Varðandi framkvæmdir á Breið, næst Akranesvita, þá er búið að vinna útboðsgögn vegna fyrsta áfanga verksins og stefnt er að opna tilboð í verkið 7. ágúst næstkomandi. Helstu verkþættir eru timburpallur og er á áætlun að nota svokallað Azobe timbur þar. Einnig verður steypt plan, blandað dökku litarefni. Verið er að vinna heildstætt skipulag á Breiðarsvæðinu en inn í þá vinnu blandast m.a. hugmyndir um landfyllingu. Að lokum er verið að vinna tillögur um planið við Dalbraut 1, hugmyndir að útfærslum á leikvelli í Skógarhverfi 1 og heitri laug við Langasand.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember