Fara í efni  

Fréttir

Kvikmyndataka á Akranesi

Kvikmyndatökur á myndinni Fast 8 munu hefjast nú í apríl á Akranesi. Friðrik Ásmundsson frá fyrirtækinu True North hefur tekið saman dreifibréf til íbúa á Akranesi um þau tímabundnu áhrif sem tökurnar munu hafa á íbúa. Jafnframt hefur bæjarráð staðfest leyfi til fyrirtækisins Norðurflugs til lágflugs í einn dag á tímabilinu 10 til 16 apríl
Lesa meira

Bæjarskrifstofan lokar á hádegi 1. apríl

Föstudaginn 1. apríl verður bæjarskrifstofa Akraneskaupstaðar lokuð frá kl. 12:00 á hádegi vegna starfsdags starfsmanna.
Lesa meira

Sumarstarf á Bókasafni Akraness

Laust er til umsóknar 50% starf bókavarðar frá 1. júní til 20. ágúst. Leitin beinist að áhugasömum starfsmanni, 18 ára eða eldri með góða tölvukunnáttu, góða samskiptahæfni og ríka þjónustulund. Starfstími er fjóra daga vikunnar frá kl. 13 til 18.
Lesa meira

Gleðilega páska

Óskum Akurnesingum og landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar. Opnunartími hjá Akraneskaupstað yfir páskana er eftirfarandi..
Lesa meira

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands verður haldin fimmtudaginn 31. mars næstkomandi í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi og hefst hátíðin kl. 16:00.
Lesa meira

Styrkir til náms, verkfæra- eða tækjakaupa

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna náms og verkfæra- eða tækjakaupa á grundvelli 27. greinar laga um málefni fatlaðs fólks. Umsóknarfrestur er til 4. apríl n.k.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 22. mars

1230. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 22. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Spiladagar á Bókasafni Akraness

Bókasafn Akraness efnir til spiladaga í Dymbilviku 21. til 23. mars. Það verða nokkur skemmtileg borðspil í boði fyrir krakka og alla fjölskylduna.
Lesa meira

Örnefnaganga á Írskum vetrardögum

Landmælingar Íslands stóðu fyrir örnefnagöngu í blíðskaparveðri í dag í tilefni af Írskum vetrardögum. Það voru þau Rannveig Benediktsdóttir, Guðni Hannesson og Eydís Finnbogadóttir sem miðluðu af fróðleik sínum. Upphaf göngunnar var á Aggapalli þar sem sagðar voru sögur af Langasandi, Þjótnum, Jaðarsbökkum að ógleymdum Agga, sem pallurinn er nefndur eftir.
Lesa meira

Opnir viðtalstímar á bæjarskrifstofunni

Akraneskaupstaður vekur athygli á eftirfarandi viðtalstímum hjá bæjarstjóra, sviðsstjórum, garðyrkjustjóra og byggingarfulltrúa. Viðtalspantanir fara fram rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða símleiðis í þjónustuveri kaupstaðarins í síma 433 1000. Ennfremur er hægt að senda inn fyrirspurnir / ábendingar á tilgreind netföng.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00