Fara í efni  

Fréttir

Elsta rakarastofa landsins á Akranesi

Hinrik Haraldsson, betur þekktur sem Hinni rakari, hefur rekið rakarastofu við Vesturgötu á Akranesi síðan 1. október árið 1965 eða í hálfa öld. Af því tilefni færði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Hinriki blómvönd fyrir hönd Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Skemmtileg heimsókn nemenda úr þriðja bekk í Grundaskóla

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fékk skemmtilega heimsókn í dag frá nemendum þriðja bekkjar í Grundaskóla. Nemendur eru um þessar mundir að fræðast um Akranes og hafa þau farið í fjölmargar fyrirtækjaheimsóknir því tengdu.
Lesa meira

Endurreikningi afsláttar á fasteignaskatti lokið

Samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, 3. grein, hefur endurreikningur afsláttar farið fram. Þeim elli- og örorkulífeyrisþegum sem breytingar á afslætti ná til, hefur verið sent bréf varðandi niðurstöðu. Breytingar hafa verið færðar til...
Lesa meira

Fréttabréf Íþróttabandalags Akraness

Íþróttabandalag Akraness gefur reglulega út rafrænt fréttablað þar sem fjallað er um starf félagsins. Hér má sjá nýjasta tölublaðið sem er birt með leyfi íþróttabandalagsins. Hægt er að gerast áskrifandi og fylgjast með þessu fjölbreytta starfi sem ÍA sinnir með því að senda tölvupóst á ia@ia.is
Lesa meira

Hunda- og kattaeigendur athugið

Mánudaginn 19. október næstkomandi verður hunda- og kattahreinsun í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt
Lesa meira

Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður

Fjölmennt var á Bókasafni Akraness þann 22. september síðastliðinn þegar Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Sylvía Hera Skúladóttir frá Heimili og skóla undirrituðu Þjóðarsáttmála um læsi. Einnig skrifuðu fulltrúar frá Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp....
Lesa meira

Hreyfivika Ungmennafélags Íslands

Hreyfivika á vegum Ungmennafélags Íslands stendur yfir frá 21. til 27. september. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fer fram um alla Evrópu og er markmiðið er að fá hundrað milljónir Evrópubúa í viðbót til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Í tilefni af Hreyfivikunni hafa fjölmörg
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 22. september

1219. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 22. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Deiliskipulagi lokið - breytingu á deiliskipulagi Skógahverfis 2. áfanga

Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógahverfis 2. áfanga samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á skipulagsskilmálum á þá leið að nýtingarhlutfall einbýlishúsalóða á deiliskipulagssvæðinu verður 0,35 í stað 0,50....
Lesa meira

Menningar- og safnamál sameinuð

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. september síðastliðinn að sameina söfn og menningarmál á Akranesi í einn málaflokk og fela bæjarstjóra að undirbúa ráðningu forstöðumanns sem hafi yfirumsjón með málaflokknum. Markmið með sameiningunni er að auka samstarf sérfræðinga sem vinna á sviði...
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00