Fara í efni  

Fréttir

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um umferðaröryggi í Hvalfjarðargöngum

Á fundir bæjarstjórnar Akraness þann 26. febrúar var lögð fram svohljóðandi bókun og samþykkt einróma „Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir verulegum áhyggjum af stöðu öryggismála í Hvalfjarðargöngum einungis örfáum mánuðum eftir að Vegagerðin tók við rekstrinum og mönnuð vakt við göngin hefur verið lögð af...
Lesa meira

Auglýsing um breytingu á aðal- og deiliskipulagi Smiðjuvalla

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 11. desember 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Smiðjuvellir, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi Smiðjuvalla.
Lesa meira

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um að fyrirhuguð stofnun þjóðgarða og friðlýstra svæða verði starfrækt á Akranesi

Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 26. febrúar var svohljóðandi bókun lögð fram og samþykkt einróma: „Bæjarstjórn Akraness skorar á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra að höfuðstöðvar nýrrar stofnunar um þjóðgarða og friðlýst svæði (hér eftir nefnd Þjóðgarðastofnun) verði staðsettar á Akranesi og að ný stofnun verði starfrækt með samlegð við Landmælingar Íslands.
Lesa meira

Auglýsing um breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Flóahverfi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 12. febrúar 2019 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Flóahverfi, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 26. febrúar

1288. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Katrín Jakobsdóttir heimsótti Akraness nú á dögunum

Miðvikudaginn 13. febrúar síðastliðinn tóku bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og embættismenn Akraneskaupstaðar á móti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem var í embættisferð á Akranesi að heimsækja Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og Akraneskaupstað.
Lesa meira

Guðlaug tilnefnd til Steinsteypuverðlauna 2019

Steinsteypufélag Íslands tilnefnir Guðlaugu til Steinsteypuverðlauna 2019 en alls bárust 13 tillögur og af þeim valdi félagið fimm mannvirki sem tilnefnd eru til verðlaunanna. Mannvirkin sem um ræðir eru Safnaðarheimilið við Ástjarnakirkju, Bláa lónið Resort....
Lesa meira

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um Vesturlandsveg um Kjalarnes

Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. febrúar var svohljóðandi bókun lögð fram og samþykkt einróma: „Bæjarstjórn Akraness varð fyrir miklum vonbrigðum þegar framkvæmdum við breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes var frestað í samgönguáætlun 2019-2023 og fjármunir sem ætlaðir voru til framkvæmdanna settir í önnur....
Lesa meira

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um sjóvarnargarð og hækkun Faxabrautar

Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. febrúar var svohljóðandi bókun lögð fram og samþykkt einróma: „Bæjarstjórn Akraness telur það mikið sanngirnismál að ríkið greiði þann kostnað sem þarf í uppbyggingu Faxabrautar. Faxabraut er þjóðvegur í þéttbýli sem þarf að hækka og styrkja, bæði vegna ástands hans og þeirrar byggðar sem fyrirhugað er að reisa á Sementsreitnum.
Lesa meira

Opið hús hjá Slökkviliðinu

Fimmtudaginn 14. febrúar frá kl. 17-19 verður opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar af tilefni 112 dagsins sem er haldinn þann 11. febrúar ár hvert. Slökkviliðið verður með æfingu, sýnir klippibúnað liðsins og verður m.a. bíll klipptur.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00