Fara í efni  

Fréttir

Sumarstarf í Þorpinu

Frá 9. til 25. júní verður Frístundamiðstöðin Þorpið með sumarstarf (Gaman-saman) fyrir börn fædd 2002-2005. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega sumardagskrá með mikilli útiveru og skapandi starfi
Lesa meira

Vorhreinsun Skagamanna

Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana á Akranesi fer fram dagana 29. maí - 8. júní. Bæjarbúar, ungir sem aldnir eru hvattir til að taka virkan þátt í að hreinsa og fegra bæinn okkar!
Lesa meira

Sumarlestur á Bókasafni Akraness hefst 1. júní

Nú þegar grunnskóla lýkur hefst Einu sinni var…sumarlestur á Bókasafni Akraness fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára. Sumarlesturinn hefst 1. júní og stendur til 7. ágúst. Sumarlesturinn hefur það að markmiði að hvetja til yndislesturs og viðhalda þannig og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn í skóla.
Lesa meira

Jaðarsbakkalaug lokuð 30.- 31. maí

Jaðarsbakkalaug er lokuð dagana 30.-31. maí vegna Akranesleika Sundfélags Akraness. Þá er einnig aðeins opið til kl. 13:00 þann 29. maí. Bjarnalaug verður opin þess í stað opin þann 30. og 31. maí frá kl. 10:00-16:00.
Lesa meira

Hallgrímur verkefnastjóri Írskra daga

Hallgrímur Ólafsson leikari hefur verið ráðinn til starfa sem verkefnastjóri Írskra daga 2015. Starfið var auglýst um miðjan apríl með umsóknarfresti til 6. maí. Ellefu umsækjendur voru um starfið en einn dró umsókn sína tilbaka. Hallgrímur er með B.F.A gráðu frá Listaháskóla Íslands frá árinu 2007 og var nýlega ráðinn til starfa...
Lesa meira

Dagur góðra verka

Föstudaginn 22. maí n.k. hafa sambandsaðilar Hlutverks (samtök um vinnu og verkþjálfun) ákveðið að vera með dag sem kallaður er „fögnum góðum verkum“ Sambandsaðilar munu hafa staðina sína opna fyrir gesti og gangandi þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér þau verkefni sem unnin eru...
Lesa meira

Íbúafundur með HB Granda 28. maí

Í mars síðastliðnum birti Akraneskaupstaður frétt þess efnis að boðað yrði til íbúafundar með HB Granda vegna beiðni þeirra um leyfi til endurbóta á húsnæði og stækkun á starfsemi fiskþurrkunar á Breið. Fundurinn verður haldinn þann 28. maí í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi að Dalbraut 1 kl. 20. Á fundinum mun Einar Brandsson...
Lesa meira

Kartöflugarðar lausir til útleigu fyrir sumarið 2015

Reitir í kartöflugörðum Akraneskaupstaðar eru lausir til útleigu fyrir sumarið 2015. Í boði eru 100 fermetra reitir sem kosta kr. 4.000 og 50 fermetra reitir sem kosta kr. 2.000. Garðarnir verða tilbúnir til notkunar 22. maí n.k. Athugið að takmarkað magn er til úthlutunar og er eingöngu fyrir íbúa sem hafa lögheimili...
Lesa meira

Atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3 til leigu

Frestur til að skila inn tilboðum á leigu á bili í atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3 í eigu Akraneskaupstaðar, rennur út 20 maí 2015. Um er að ræða 94 m2 endabil með sérinngangi og innkeyrsludyrum. Húsnæðið er ekki fullklárað að innan og er reiknað með að væntanlegir leigjendur komi húsnæðinu í það
Lesa meira

Óskilamunir í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar

Hægt er að vitja óskilamuna í öllum íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar dagana 14. - 22. maí n.k. Við hvetjum alla þá sem sakna íþróttafatnaðar, útifatnaðar, sundfatnaðar eða annarra muna til að koma og athuga hvort þeir geti verið hjá okkur.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00