Fréttir
9,7 m.kr. varið til skóla-, íþrótta- og menningartengdra verkefna
28.03.2019
Styrkir til skóla-, íþrótta- og menningartengdra verkefna voru afhentir við hátíðlega athöfn þann 28. mars 2019 á Bóksafni Akraness. Um var að ræða styrkúthlutanir úr styrktarsjóði til íþrótta- og menningarverkefna að fjárhæð 7,2 m.kr. og styrki til þróunar- og nýsköpunarverkefna úr þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs að fjárhæð 2,5 m.kr.
Lesa meira
Velheppnuð ráðstefna um nýsköpun og atvinnu á Vesturlandi
28.03.2019
Akraneskaupstaður, Landbúnaðarháskóli Íslands og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóðu fyrir glæsilegri ráðstefnu laugardaginn 23. mars síðastliðinn. Ráðstefnan var með yfirskriftina nýsköpun, öflugt atvinnulíf og lifandi samfélag. Á henni voru mörg fræðandi örerindi frá öflugum aðilum sem hafa allir mismunandi bakgrunn og sýn á þessa þætti.
Lesa meira
Hefðbundin akstursleið Akranesstrætó tekur gildi á ný
28.03.2019
Hefðbundin akstursleið Akranesstrætó tók gildi á ný í þessari viku og er ný tímatafla og yfirlitskort aðgengilegt hér. Tímabundnar breytingar voru gerðar í desember síðastliðnum vegna byggingar fimleikahúss við Háholt/Vesturgötu.
Lesa meira
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi stofnanareits - Kirkjubraut 39
27.03.2019
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 12. febrúar 2019 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til lóðarinnar nr. 39 við Kirkjubraut og felst í að byggja upp verslun / hótel á lóðinni. Nýtingarhlutfall er aukið úr 0,4-0,6 í 1,56 og byggt ...
Lesa meira
Breiðin fær 35 m.kr. í styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða
27.03.2019
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingar úr sjóðnum vorið 2019 og úthlutað samtals 35 m.kr. til Breiðarinnar á Akranesi. Styrkurinn er veittur til að leggja nýtt yfirboðsefni á svæðinu, sbr. grafstein, steinalögn, stakkstæði og torf.
Lesa meira
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 – miðsvæði M2.
27.03.2019
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi 11. desember 2018, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhuguð breyting nær til M2 Akratorg, Kirkjubraut, Stillholt, 7,9 ha að flatarmáli. Breytingin felst í að með auknu byggingarmagni skal auka við bílastæði í ...
Lesa meira
Frístundaheimilið Krakkadalur fékk bæjarstjórann í heimsókn
27.03.2019
Krakkarnir í frístund Þorpsins fóru í heimsókn á Bæjarskrifstofuna þar sem þau hittu bæjarstjórann Sævar Frey Þráinsson. í kjölfarið var farið af stað vinna við að finna nýtt nafn á frístundina. Eftir hugmyndasamkeppni varð frístundaheimilið Krakkadalur fyrir valinu og mætti síðan Sævar Freyr í heimsókn og tilkynnti niðurstöðurnar.
Lesa meira
Sementsstrompurinn er fallinn
22.03.2019
Framkvæmdir
Strompur Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var felldur í dag þann 22. mars 2019. Aðgerðin tókst með öllu mjög vel og var strompurinn sprengdur í tveimur hlutum. Fyrri sprengingin átti sér stað kl. 14:00 og sú seinni var kl. 15:00.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 26. mars
22.03.2019
Fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Bein útsending frá ÍATV við fellingu Sementsstrompsins
22.03.2019
Framkvæmdir
Sementsstrompurinn verður felldur kl. 14:00 í dag þann 22. mars 2019. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér á ÍATV.
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember