Fara í efni  

Fréttir

Óskilamunir í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar

Hægt er að vitja óskilamuna í öllum íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar dagana 14. - 22. maí n.k. Við hvetjum alla þá sem sakna íþróttafatnaðar, útifatnaðar, sundfatnaðar eða annarra muna til að koma og athuga hvort þeir geti verið hjá okkur.
Lesa meira

Úttekt á Kútter Sigurfara

Morten Møller sem starfar við forvörslu og viðgerðir á tréskipum við Nationalmuseet í Kaupmannahöfn kom á Akranes í dag til að gera úttekt á ástandi Kútters Sigurfara
Lesa meira

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar í heimsókn á Akranesi

Starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar heimsótti Akranes fimmtudaginn 7. maí s.l. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri tók á móti gestunum í bæjarþingsalnum og kynnti Akranes með sérstaka áherslu á skóla- og frístundastarf. Gestirnir heimsóttu síðan skólana í bænum, bæði leik- og grunnskóla og tónlistarskólann.
Lesa meira

Leikskólarnir Garðasel og Vallarsel í 1. og 2. sæti í Stofnun Ársins - Borg og Bær 2015 í flokki minni stofnana

Leikskólinn Garðasel var í 1. sæti í Stofnun ársins - borg og bær árið 2015 í flokki minni stofnana og Leikskólinn Vallarsel var í 2. sæti í sama flokki. Niðurstöður úr könnun á...
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 12. maí n.k.

1214. fundur bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Akraneskaupstaður semur við Gísla Stefán Jónsson ehf. um grasslátt 2015- 2017

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Gísli Stefán Jónsson eigandi Gísli Stefán Jónsson ehf. undirrituðu verksamning þann 5. maí 2015 um grasslátt á opnum svæðum Akraness. Samningurinn gildir til september 2017. Akraneskaupstaður bauð verkið út í apríl síðastliðnum og voru tilboð opnuð 10. apríl síðastliðinn.
Lesa meira

Íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar lokuð hluta úr degi vegna námskeiðs þann 8. maí

Vegna björgunar- og skyndihjálparnámskeiðs starfsmanna íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar þann 8. maí milli kl. 8:00 - 16:30 er Íþróttamiðstöð Jaðarsbökkum aðeins opin á eftirfarandi tímum...
Lesa meira

Tilkynning frá Akraneskaupstað: Leikskólar á Akranesi opnir á morgun

Leikskólar á Akranesi verða opnir á morgun, föstudaginn 8. maí en áður hafði verið boðað að þeir yrðu lokaðir vegna verkfalls ræstingafólks sem starfar hjá fyrirtækinu Hreint ehf. og er í Verkalýðsfélagi Akraness sem er aðili að Starfsgreinasambandinu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að náðst hafi...
Lesa meira

Innanbæjarstrætó hættur að ganga

Innanbæjarstrætó á Akranesi gengur hvorki í dag né á morgun vegna verkfalls bílstjóra. Flestir bílstjóranna eru í Verkalýðsfélagi Akraness sem er aðili að starfsgreinasambandinu. Ef ekki semst fyrir 19. maí næstkomandi þá munu ferðir strætisvagnanna innanbæjar einnig falla niður 19. og 20. maí og síðan frá 26. maí en þá hefur verið boðað til ótímabundins allsherjarverkfalls
Lesa meira

Sumarvinna fyrir 17 ára unglinga (f.1998) hjá Vinnuskóla Akraness

Akraneskaupstaður og Vinnuskóli Akraness bjóða unglingum f.1998 með lögheimili á Akranesi vinnu við Vinnuskólann. Vinnan hefst í lok maí og unnið er 35 klst. á viku. Stefnt er að vinnu í 4 - 8 vikur. Það ræðst af fjölda umsækjenda hversu langur sá tími verður.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00