Leikskólinn Garðasel formlega vígður
Leikskólinn Garðasel var vígður í blíðskaparveðri miðvikudaginn 21. júní.
Formleg vígsla á leikskólanum Garðaseli fór fram í dag, um 1000 manns hafa nú þegar heimsótt leikskólann frá því hann opnaði og hafa undirtektirnar verið frábærar. Þetta er mikilsverður áfangi þar sem framlag margra réði niðurstöðunni og skilaði bæjarfélaginu þessu glæsilega húsnæði.
Ingunn Ríkarðsdóttir skólastjóri leikskólans Garðasels flutti ræðu og sagði meðal annars:
„Við kvöddum gamla Garðasel að fullu í lok janúar á þessu ári og fluttum hingað í nýja skólann okkar. Leiðin hingað var vörðuð mörgum áskorunum. Margar hendur lögðu hönd á plóginn til að ljúka þessari vegferð. Bestu þakkir færi ég foreldrum Garðaselsbarna og ekki síður starfsfólki Garðasels fyrir þeirra þátt í þessu verkefni.
Að hanna og skila af sér glæsilegum og vel heppnuðum leikskóla er verkefni sem er forréttindi að hafa fengið traust til að taka þátt í . Batteríið, Landslag, Umhverfis – og skipulagssvið og skóla og frístundaráð Akraneskaupstaðar leyfði okkur að vera með, það var hlustað á okkur og tillögum okkar tekið af fagmennsku og lausnum. Valgerður Janusdóttir, þáverandi sviðsstjóri Skóla og frístundasviðs var öflug í hugmyndavinnu og pælingum með okkur og góður samstarfsmaður og talsmaður verkefnisins. Þannig var vegferðin okkar saman hingað í dag. Takk fyrir það. Þegar verkefnið hófst var sagt að við ættum að hanna inn í næstu 30 árin og það hefur okkur tekist. Allar vinnuaðstæður stórra og smárra hér í Garðaseli eru eins og best verður á kosið. Heilu skólarnir hafa komið í heimsókn, hönnunarteymi fyrir nýja leikskóla, skólastjórahópar, skólaráð og bæjarfulltrúar sveitarfélaga hafa komið í heimsókn til þess að skoða, taka samtalið um hugmyndafræði Garðasels og hvernig framtíðarsýn leikskólamála ætti að vera. Sannarlega hafa leikskólar og þurfa enn að glíma við viðhorf eins og eitthvað sem er nóg eða eitthvað sem er of mikið en á Akranesi skildum við þessi viðhorf eftir og settum nýtt viðmið um hvernig leikskóli má vera. Til hamingju með það og verum stolt að hafa rutt þá braut með svo afgerandi hætti. Í dag er horft til Akraness. Á Akranesi viljum við ávallt vera í úrvalsdeild í öllu, setja markið hátt og vera í hópi þeirra bestu. Við erum komin þangað núna með nýja Garðaseli og vonandi er það upphafið að áframhaldandi metnaðrafullri uppbyggingu á Akranesi. Í dag er ég stolt að sjá þetta flotta verkefni verða að veruleika.“
Akraneskaupstaður sendir innilegar hamingjuóskir til allra þeirra sem komu að smíði þessa einstaka mannvirkis. Byggingin er frábær viðbót við fjölskyldu- og barnvæna bæjarfélagið okkar.
Garðasel er góður staður
gaman er að leika sér.
Heim ég skokka hress og glaður
heilsa nýju sumri fer.
Í ungu hjarta ósk ég geymi
ó hve dýrðlegt væri það.
Ef að börn í öllum heimi
ættu slíkan griðarstað.
Þannig orti Kristján Árnason til Garðasels fyrir rúmum 30 árum. Falleg sýn sem enn á við því allt leikskólastarf snýst um yngstu börnin okkar og við eigum ávallt að hafa þarfir þeirra og forsendur að leiðarljósi þegar við tökum ákvarðanir um leikskólastarfið. Fyrir þau erum við hér.
Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri, Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, Líf Lárusdóttur formaður Bæjarráðs og Ingunn Sveinsdóttir aðstoðarskólasjóri.
Skólalóð leikskólans er algjörlega stórkostleg. Hér má sjá leiksvæði yngstu barnanna sem er skjólsælt og afgirt.
Útsýnið af efri hæð leikskólans er frábært og tengingin við náttúruna dýrmæt fyrir börnin.
Útskriftahópur leikskólans söng fyrir viðstödd tvö lög, glæsileg frammistaða.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember