Sæskrímsli í Höfðavík - Kvikmyndasmiðja Barnamenningarhátíðar
Þema Barnamenningar hátíðar Akraneskaupstaðar í ár var SKRÍMSLI og var lögð áhersla á FJÖRURNAR okkar, náttúruperlurnar sem faðma bæinn okkar. Úr því varð til afar skemmtilegt skapandi fræðsluverkefni þar sem börn og ungmenni bæjarins sköpuðu sín eigin sæskrímsli í völdum fjörum. Í tilefni af hátíðinni fengu öll börn í leik- og grunnskólum á Akranesi afhendan fræðslubækling um fjörurnar okkar. Einnig var komið upp skiltum í öllum fjörum sem vísa á nýja heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um fjörurnar. Með þessu vildum við kynna fyrir bæjarbúum umhverfið okkar, fjölbreyttu lífríki og sögunni sem þar má finna og rifja upp ánægjuna sem því fylgir að fara í fjöruferðir og gleyma sér um stund.
Á Langisandi, í Krókalóni, Kalmansvík, Höfðavík og Skarfavör má finna skemmtilega skrásetningu á frábærum sæskrímsla verkefnum sem elstu deildir leikskólanna, 3. – 7. bekkur grunnskólanna beggja og nemendur á unglingastigi hafa unnið í samvinnu við kennara, Þorpið og listafólk í bæjarfélaginu.
Leikskólarnir okkar fengu alveg frábæra heimsókn frá þeim Helenu Guttormsdóttur (Hellu) og Kristrúnu Sigurbjörnsdóttur (Krissu) þar sem þær fjölluðu um lífríki fjaranna og skapandi kveikjur sem finna má í fjörum.
Hér fyrir neðan má sjá sæskrímsla verkefni sem unglingadeild grunnskólanna unnu í kvikmyndasmiðju sem þeir Bergur Líndal og Þórður Helgi kenndu á Barnamenningarhátíð í maí. Neðst í fréttinni má horfa á stuttmyndina sem hópurinn framleiddi.
Ljósmyndir af setti / Stúdíóvinnu tók Bergur Líndal.
Hér má sjá myndaalbúm með Sæskrímslunum.
Bergur Líndal Guðnason og Þórður Helgi Guðjónsson kvikmyndagerðarmenn fóru með hóp unglinga úr 8,9 og 10 bekk á Akranesi og tóku upp Stuttmynd í Höfðavík. Hugmyndin að þessari mynd var unninn að hluta af Bergi og Þórði en svo fengu krakkarnir frjálsar hendur í framkvæmd. Áður en farið var af stað í tökur fyrsta daginn fengu ungmennin að læra um meginatriði kvikmyndagerðar og fengu þau að kynnast búnaðinum sem notaður var í verkefnið, í sameiningu ákváðu þau svo hlutverk hvers við framkvæmd verkefnisins.
Hópurinn myndaði allt efni í Höfðavík og að tökum loknum tóku við brellu tökur þar sem búið var til sæskrímsli og tekið upp á Green Screen, það fór allt fram í Gamla Landsbankahúsinu, þá var einnig farið yfir grunnatriði í lýsingu og notkun ljósa við kvikmyndagerð.
Þetta var fróðlegt og skemmtilegt ferli og ánægjulegt að fylgjast með áhuganum og sköpunargleðinni hjá krökkunum, afraksturinn ber þess merki - Skemmtilegt og skapandi stuttmynd um sæskrímsli í Höfðavík.
Hér má horfa á stuttmyndina í heild sinni:
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember