Fara í efni  

Fréttir

Arnardalur fagnar 40 ára afmæli

Félagsmiðstöðin Arnardalur fagnaði 40 ára afmæli þann 12. janúar síðastliðnum en félagsmiðstöðin er elsta einingin í frístundamiðstöðinni Þorpinu. Haldið verður upp á áfangann með ýmsum viðburðum á árinu.
Lesa meira

Íbúaþing um atvinnulíf á Akranesi

Akraneskaupstaður efnir til íbúaþings þar sem atvinnulíf á Akranesi verður til umræðu. Markmið þingsins er að fá íbúa og fyrirtækjaeigendur að borði og ræða uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi með sérstakri áherslu á Breið og nágrenni, í samstarfi við Brim og fleiri fyrirtæki.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 14. janúar

1305. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. janúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Jakob Svavar kjörinn Íþróttamaður ársins 2019 á þrettándanum

Jakob Svavar Sigurðsson var kjörinn Íþróttamaður Akraness í annað sinn þann 6. janúar síðastliðinn. Jakob Svavar hefur um langt árabil verið einn af bestu íþróttaknöpum á landinu og unnið marga íslandsmeistaratitla auk heimsmeistaratitils.
Lesa meira

Jólatré sótt 8.-14. janúar

Uppfært 10. janúar: Vegna veðurs hefur ekki tekist að fara upp allan bæinn og sækja jólatré. Stefnt er að eftir helgi að fara fleiri ferðir um bæinn og sækja jólatré. Vinsamlega komið trjánum fyrir í skjóli á meðan. Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa daganna 8.-10. janúar og er það í boði fyrir alla bæjarbúa. Eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu. Ath. eingöngu jólatré verða tekin, ekki annað sorp.
Lesa meira

Breyting á verklagi innheimtu hjá Akraneskaupstað

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 24. október síðastliðinn tillögu um breytt verklag varðandi innheimtu hjá Akraneskaupstað. Breytingin felur í sér útvistun á innheimtu sveitarfélagsins en markmiðið er að bæta utanumhald innheimtu með skýrara verklagi og að jafnræði milli skuldara sé tryggt.
Lesa meira

Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri lætur af störfum

Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri lét af störfum þann 31. desember síðastliðinn eftir 45 ára farsælan starfsferil hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Þráinn hóf störf sem almennur slökkviliðsmaður hjá slökkviliðinu þann 5. mars árið 1974 og tók við starfi slökkviliðsstjóra þann 1. september árið 2005.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00