Arnardalur fagnar 40 ára afmæli
Félagsmiðstöðin Arnardalur fagnaði 40 ára afmæli þann 12. janúar sl en félagsmiðstöðin er hluti af einingu innan frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins.
Í starfi Arnardals er unnið út frá hugmyndafræði sem byggir á barna- og ungmennalýðræði og tryggir áhrif barna og ungmenna í starfi. Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, reynslunám, félagsfærni, sjálfstyrkingu, samfélagslega virkni og þátttöku. Síðast en ekki síst er verið að vinna að forvörnum og skýr afstaða tekin gegn neyslu vímuefna og annarri neikvæðri hegðun. Félagsmiðstöðvar eru vettvangur þar sem ungt fólk fær tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd, vinna að áhugamálum sínum og fást við skemmtileg verkefni. Dagstarf Arnadals er í gangi alla virka daga milli kl: 13.00 og 16.00 og að auki er opið þriðjudagskvöld kl. 19.30 - 22.00, miðvikudagskvöld kl. 19.30 - 22.00 og föstudagskvöld kl. 19.30 - 22.00. Í Arnardal er líka klúbbastarf og geta klúbbarnir verið bæði innan og utan hefðbundins opnunartíma. Arnardalur er elsta einingin í Þorpinu!
Frá 12. janúar 1980 og fram til 1. febrúar 2008 eða í rúm tuttugu og átta ár var Arnardalur staðsett í húsnæði við Kirkjubraut 48 og þjónaði hlutverki sínu sem félagsmiðstöð unglinga og þaðan tók starfsemin nafn sitt. Í janúar 2008 flutti Arnardalur í núverandi húsnæði að Þjóðbraut og sameinaðist þá Hvíta húsinu, ungmennahúsinu sem áður hafði verið við Skólabraut.
Nánar er hægt að lesa um sögu Arnardals hér https://www.facebook.com/thorpidfristundamidstod/
Í tilefni 40 ára afmælisins verða ýmsir viðburðir í gangi út árið.
Við óskum Arnardal innilega til hamingju með stórafmælið og hvetjum bæjarbúa til að kynna sér söguna og sækja þá viðburði sem verða í gangi á afmælisárinu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember