Jólagjafaverslun í heimabyggð – viltu vera með?
Akraneskaupstaður auglýsir nú þriðja árið í röð eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem er jólagjöf kaupstaðarins til starfsmanna sveitarfélagsins.
Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði í ár þar sem Akraneskaupstaður ætlar að gefa starfsfólki sínu stafræn gjafabréf í gegnum YAY gjafabréfa smáforritið.
Sett verður upp sérstök valsíða fyrir starfsfólk Akraneskaupstaðar hjá YAY þar sem listuð verða upp þau fyrirtæki í heimabyggð sem vilja taka þátt í verkefninu og þau tilboð sem eru í boði.
Valsíðan virkar þannig að starfsfólk fer inn á síðuna og velur sér YAY gjafabréf hjá ákveðnu fyrirtæki í heimabyggð sem gildir aðeins þar. Akraneskaupstaður gefur rúmlega 800 gjafir en fyrirtækin sem skrá sig til leiks geta einnig tekið á móti hefðbundnum YAY gjafabréfum en notendur YAY eru yfir 50.000.
Skráningafrestur er til og með 20. nóvember n.k. á netfagið sigga@yay.is
Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Sigríður Inga Svarfdal, markaðsstjóri YAY, sigga@yay.is og Harpa Hallsdóttir, mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar, harpa@akranes.is
Upplýsingar um YAY: https://yay.is Upplýsingar um samstarfið: https://yay.is/IS/merchants
Hvernig er að fá gjöf frá YAY: https://www.youtube.com/watch?v=fNdrR84SUhM
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember