Umhverfisviðurkenningar 2024
Í ágúst síðastliðnum óskaði Akraneskaupstaður eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2024 en markmiðið með þeim er að vinna með umhverfisvitund og skapa umhyggju fyrir bænum og umhverfi hans. Vekja þannig athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli.
Fjölmargar tilnefningar bárust og var þeim skipt niður í 5 mismunandi viðurkenningarþemu sem eru:
- Falleg einbýlishúsalóð - þar sem er horft til umhirðu húss og lóðar, hönnunar, notkunar möguleika og fjölbreytileika í gróðri.
- Tré ársins - þar sem er horft til útlits og menningarlegs gildis einstakra trjáa.
- Endurgerð gamalla húsa - þar sem horft er á vinnu og framkvæmd á varðveislu gamalla hús
- Hvatningarverðlaun - eru veitt þeim sem staðið hafa að endurbótum húss eða lóðar og vel hefur tekist til.
- Samfélagsverðlaun - eru veitt hópum eða einstaklingum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins
Viðurkenningar þetta árið hlutu:
Falleg einbýlishúsalóð
Ásabraut 21
- Anna Júlía Þorgeirsdóttir
- Alexander Eiríksson
Tré ársins
Sitkagreni - Kirkjubraut 60
- Sigurjón Már Birgisson
- Þórey Helgadóttir
Endurgerð gamalla húsa
Skagabraut 40
- Sigurbjörg Kristín Jónsdóttir
- Daníel Friðrik Haraldsson
Endurgerð gamalla húsa
Skólabraut 20
- Lilja Líndal Aðalsteinsdóttir
- Guðni Hannesson
Hvatningarverðlaun
Háteigur 10
- Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir
- Bragi Steingrímsson
Samfélagsverðlaun
Frískápur - Ágústa Sverrisdóttir
Frískápurinn á Akranesi opnaði í júní á síðasta ári. Hann er samfélagsverkefni með það markmið í huga að sporna við matarsóun. Í frískápinn mega allir koma með neysluhæfan mat og taka úr honum.
Við frískápinn á Akranesi starfa nokkrir sjálfboðaliðar sem aðstoða við að halda honum gangandi.
Myndir frá afhendingu umhverfisviðurkenninga má sjá í meðfylgjandi hlekk
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember