Fara í efni  

Innritun barna fæddra í júní 2024

Bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum 27. nóvember 2025 tillögu skóla- og frístundaráðs um að börnum fæddum í júní 2024, sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með 15. nóvember 2025, verði boðin leikskólavist frá janúar 2026. Að öðru leyti gilda áfram almennar innritunarreglur Akraneskaupstaðar.

Tillagan var unnin á skóla- og frístundasviði í samráði við leikskólastjórnendur. Gert er ráð fyrir að um 520 börn verði í leikskólum sveitarfélagsins vorið 2026.

Með ákvörðun þessari er stigið mikilvægt skref í að styðja við fjölskyldur í bæjarfélaginu og tryggja jafnt aðgengi að leikskólavist.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu