Ljósmyndafundir á Höfða 1 árs í Janúar
Ljósmyndasafn Akraness heldur vikulega ljósmyndafundi á Dvalarheimilinu Höfða og núna í janúar er ár síðan fyrsti fundurinn var haldinn.
Fundirnir eru haldnir einu sinni í viku af Héraðsskjalaverði Akraneskaupstaðar Erlu Dís Sigurjónsdóttur í samvinnu við starfsfólk í dagdvöl. Á fundina mæta íbúar Höfða, fólk í dagdvöl, gestir og starfsfólk.
Á hverjum fundi eru sýndar ljósmyndir úr bæjarlífinu og eru nöfn, hús og staðhættir greind. Á hverjum fundi er farið yfir um 70-80 myndir og er mæting góð eða um og yfir 20 manns í hvert skipti.
„Gaman að koma og rifja upp“. Íbúi á Höfða sem sækir fundina segir að það sé gaman að koma á fundina og rifja upp andlit og staðhætti. „þó að maður muni ekki endilega nöfnin þá kannast maður við svipinn“. Hann segist ekki vilja missa af fundunum.
Við óskum héraðsskjalasafninu og Ljósmyndasafni Akraness innilega til hamingju með eins árs afmælið og þetta frábæra samfélagsverkefni.
Þess má geta að þetta er ekki eina skemmtilega afmælisverkefni safnsins, en verkefnið ,,Þekkir þú andlitin" hóf einnig göngu sína í Janúar 2023. Þá geta bæjarbúar litið við Á Bókasafni Akraness þar sem Ljósmyndasafnið hefur komið fyrir skjá með myndum til greiningar. Nýjar myndir birtast á hverjum mánudegi og eru þá á bilinu 70-80 andlit til greiningar. Hverju andliti fylgir númer og til hliðar er blað þar sem eigendur glöggra augna geta skrifað niður nöfn þeirra sem þau þekkja á myndunum. Hvetjum við bæjarbúa til þess að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og fylgjast með Ljósmyndasafninu á facebook.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember