70. rampurinn - vígsla við Gamla kaupfélagið
70. rampurinn í átakinu Römpum upp Ísland var vígður við Gamla kaupfélagið í dag 14. júlí, en til stendur að ramparnir verði 21 hér á Akranesi. Hópur fólks kom saman til að fagna þessu átaki og áfanganum sem náðist með því að 70. rampurinn er tilbúinn. Athöfnin hófst með því að Eðvarð Lárusson flutti tónlistaratriði, síðan flutti Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, ávarp og ræddi sérstaklega um frumkvöðul verkefnisins Harald Þorleifsson og þakkaði honum fyrir. Einnig nefndi Sævar aðkomu ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja að verkefninu svo það geti orðið að veruleika. Sigurjón Bergsteinsson þakkaði fyrir hönd Gamla kaupfélagsins þann heiður að tveimur römpum hafi verið komið fyrir þar. Guðrún Brynjólfsdóttir flutti einnig stutt ávarp og ræddi um hvað lítil hindrun hafi oft komið í veg fyrir gott aðgengi fólks í hjólastólum. Sonur Guðrúnar Hreggviður Steinn Hendriksson klippti síðan á borða með aðstoð Sævars bæjarstjóra. Boðið var upp á léttar veitingar í lokin
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember