Áætlunarferðir Akranesferjunnar á Írskum dögum
Líkt og flestum Skagamönnum er kunnugt um fara hinir margrómuðu Írsku dagar fram um helgina á Akranesi. Af því tilefni verða aukaferðir í boði með Akranesferjunni og má sjá áætlun og verðskrá hér fyrir neðan. Tilvalið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra gesti að skella sér á Skagann og njóta frábærrar fjölskylduveislu. Meðal helstu viðburða er föstudags eftirréttur á höfninni þar sem fram koma Pollapönk, Sverrir Bergmann, Albatross, Friðrik Dór og fleiri. Keppnin um Rauðhærðasta Íslendinginn er einn af föstum liðum hátíðarinnar sem fer fram á laugardeginum og er þar í verðlaun ferð fyrir tvo til Írlands í boði Gaman ferða. Á laugardagskvöldinu er brekkusöngur á þyrlupallinum við Akranesvöll í boði Club 71 og að honum loknum er skemmtilegasta sveitaball landsins, Lopapeysan, þar sem m.a. koma fram Páll Óskar, Dimma, Emmsjé Gauti, Jónas Sig & Ritvélarnar og Síðan Skein Sól. Líkt og hefð er fyrir endar hátíðin á leiksýningu frá Leikhópnum Lottu í Garðalundi og er sú sýning í boði Norðuráls. Dagskrá hátíðarinnar er aðgengileg hér!
Ferðaáætlun og verðskrá Akranesferjunnar:
Brottför föstudag
Reykjavík 06:20, 10:30, 17:30, 23:00
Akranes 07:00, 11:00, 18:00, 00:00
Brottför laugardag
Reykjavík 12:00, 16:00, 20:00, 23:00
Akranes 13:00, 17:00, 21:00, 00:00
Brottför sunnudag
Reykjavík 12:00, 18:00
Akranes 13:00, 19:00
Verðskrá:
Fullorðnir stök ferð: 2.000 kr.
Fullorðnir fram og til baka: 3.000 kr.
Öryrkjar, aldraðir og börn 6 til 16 ára stök ferð: 1.000 kr.
Öryrkjar, aldraðir og börn 6 til 16 ára fram og til baka: 2.000 kr.
Frítt fyrir börn 0-5 ára.
Við hvetjum fólk vinsamlega til að mæta að minnsta kosti 10 mínútum fyrir brottför. Sæferðir áskilja sér rétt til að breyta ferðum vegna veðurs og annarra ófyrirsjáanlegra orsaka. Þeir sem hafa keypt miða í miðasölu ferjunnar fram og til baka njóta forgangs í ferjuna.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember