Áætlunarsiglingar á milli Akraness og Reykjavíkur
Áætlunarsiglingar á milli Reykjavíkur og Akraness hefjast mánudaginn 19. júní næstkomandi. Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður ákváðu að fara í þetta tilraunaverkefni í sex mánuði enda hefur eftirspurn verið mikil eftir slíkum ferðum. Sæferðir Eimskip reka ferjuna og hafa leigt til þess nýlega ferju frá Noregi sem tekur 110 farþega. Ferðin á milli Reykjavíkur og Akraness tekur einungis um 25 mínútur og hentar því vel fólki sem þarf að fara á milli til vinnu eða í skóla. Sæferðir Eimskip hafa mikla reynslu í rekstur ferja og gera út þrjár aðrar ferjur, Herjólf, Baldur og Særúnu. Ásamt því að sigla áætlunarferðir á milli Reykjavíkur og Akranes mun ferjan taka að sér ýmis sérverkefni eins og skemmtiferðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ferjan er smíðuð árið 2007 og er 22,5 metrar á lengd og 7,6 metra breið. Hún er í flokki háhraðaskipa og getur náð allt að 35 sjómílna hraða.
Jómfrúarsiglingin verður á morgun, fimmtudaginn 15. júní og verður boðið til grillveislu seinnipart þann dag á Akranesi til að fagna þessum áfanga. Á sama tíma gefst áhugafólki tækifæri að sigla með nýju ferjunni stutta leið frá Akranesi. „Það er mikil tilhlökkun bæjarbúa á Akranesi fyrir að ferja hefji siglingar á ný og er von okkar að ferjan muni verða öflug samgöngubót fyrir marga sem sækja vinnu og muni stuðla að eflingu ferðamannastraums fyrir Reykjavík og Akranes." segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi.
Við hvetjum heimamenn til að fjölmenna á Akraneshöfn á morgun og fagna þessum gleðilega áfanga. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember