Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna COVID-19
27.03.2020
COVID19
Á fundi bæjarráðs sem var haldinn þann 25. mars sl. var m.a. fjallað um aðgerðir Akraneskaupstaðar í tengslum við áhrif COVID-19 á starfsemi og þjónustu stofnanna til samfélagsins. Farið var yfir mögulegar aðgerðir af hálfu kaupstaðarins í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um samkomubann og skerta þjónustu frá 17. mars sl. Bæjarráð samþykkti svohljóðandi aðgerðir:
- Bæjarráð samþykkir að í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla og frístundar fellur niður eða skerðist vegna samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við.
- Ofangreint nær til þjónustu gjalda leik- og grunnskóla og starfsemi frístundar í Þorpinu.
- Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka apríl næstkomandi.
- Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. apríl næstkomandi.
- Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra tillögur varðandi mögulega frestun gjalddaga fasteignagjalda fyrirtækja og einstaklinga sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna áhrifa COVID-19 veirunnar. Tillögurnar taki mið af ákvörðun ríkisvaldsins um frestun gjalddaga staðgreiðslu og tryggingargjalds hjá lögaðilum.
- Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra tillögu varðandi fasteignaskatta í flokki A (íbúðarhúsnæði) og C (atvinnuhúsnæði) vegna komandi fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2021 í samræmi við útfærslur vegna fjárhagsáætlunar yfirstandandi árs. Það felur í sér útfærslu í samræmi við ákvæði lífskjarasamningsins og bindur hækkanir við áætlaðar verðlagsbreytingar en ekki hækkun fasteignamats. Sama gildir um áætlaða hækkun gjaldskráa á milli ára sem er í samræmi við hefðbundna aðferðarfræði Akraneskaupstaðar við fjárhagsáætlunargerð.
- Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra tillögur um mögulega flýtingu viðhaldsframkvæmda í sveitarfélaginu og stærri fjárfestingaverkefna. Útfærslan taki m.a. mið af væntanlegum tillögum ríkisvaldsins um endurgreiðslu virðisaukaskatts en slíkt hefur verið boðað og er í vinnslu. Sama gildir um stofnframlagsverkefni sem útfærð verði í samræmi við væntanlegar tillögur ríkisvaldsins á þessu sviði.
- Bæjarráð samþykkir að gildistími þjónustukorta í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar framlengist sem nemur gildistíma samkomubanns stjórnvalda.
Bæjarráð hyggst funda einu sinni í viku næstu fjórar vikurnar eða oftar ef aðstæður krefjast þess til þess að ræða aðgerðir og kostnaðaraukningu sem fellur til vegna viðbragða kaupstaðarins.
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember