Afgerandi niðurstaða kosningar um framtíð sementsstrompsins
Þann 18. apríl síðastliðinn var opnað fyrir kosningu í íbúagátt Akraneskaupstaðar um framtíð sementsstrompsins á Akranesi. Um var að ræða ráðgefandi skoðanakönnun meðal íbúa Akraness og lauk kosningu á miðnætti þann 24. apríl. Niðurstaða kosningarinnar var afgerandi en alls bárust 1095 atkvæði sem skiptust þannig að 94,25% (1032 íbúar) kusu að strompurinn skyldi verða felldur og 5,75% (63 íbúar) kusu að strompurinn ætti að standa áfram.
Niðurstaðan var lögð fram í bæjarráði fyrr í dag þann 26. apríl og lagði bæjarráð til að þessi niðurstaða yrði höfð til hliðsjónar við frekari skipulagningu á áframhaldandi uppbyggingu á Sementsreit. Bæjarstjóra var þar falið að fylgja málinu eftir til skipulagsfulltrúa bæjarins. „Við erum mjög ánægð með þátttöku íbúa í þessari kosningu og með niðurstöðu hennar. Ljóst er að íbúar vilja verja fjármunum bæjarins í aðra hluti en viðhald á sementsstrompi og fögnum við þessu aukna lýðræði í stórum verkefnum sem bærinn er með, þetta verður aðeins byrjunin að því. Bærinn mun vitaskuld halda í þá atvinnusögu sem Sementsverksmiðjan kom með hingað til Akraness og útbúa minnisvarða um hana. Næstu skref hjá okkur er að klára skipulags svæðisins til undirbúnings niðurrifs sementsstrompsins“. Segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember