Aftakaveður framundan - ráðstafanir á Akranesi
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að búið er að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs. Óvissustig er sett á þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vesturland og þýðir það að það séu miðlungs eða miklar líkur á veðri sem geti valdið miklum samfélagslegum áhrifum, tjóni, eða slysum og hugsanlega ógnað lífi og limum ef aðgát er ekki höfð.
Ráðstafanir sem teknar hafa verið á Akranesi vegna framangreinds eru eftirfarandi:
- Skólastarf hófst með venjulegum hætti í morgun en foreldrar skulu sækja börnin sín í grunnskólana í lok skóladags en ekki seinna en kl. 15:00. Sama á við um í leikskólum og skulu börn sótt þangað ekki seinna en kl. 15:00.
- Frístund 1.-4. bekkjar fer fram innan veggja skólanna og eru því 3. og 4. bekkur ekki sendir í Þorpið í dag, foreldrar skulu sækja börnin sín fyrir kl. 15:00.
- Íþróttamannvirki verða lokuð frá kl. 15:00 og hafa íþróttafélög aflýst öllum æfinga sem áttu að fara fram í dag.
- Skólastarf Tónlistarskólans hefur verið fellt niður eftir kl. 15:00. Foreldrar skulu sækja börnin sín í þá æfingartíma sem fara fram fyrir þann tíma.
- Fjöliðjan lokar kl. 12:00 í dag vegna veðurs.
Lokanir skóla og stofnana eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana og enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Íbúar eru því hvattir til þess að vera ekki utandyra og halda sig heima fyrir á meðan veðrið gengur yfir. Íbúar og verktakar eru jafnframt beiðnir að ganga frá öllum lausamunum í umhverfi sínu.
Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda. Nánari upplýsingar og eftirlit um veðrið má skoða hér:
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember