Akranes með lægstu fasteignagjöld á suðvesturhorni landsins 2023
Byggðastofnun gefur árlega út skýrslu með samanburði á fasteignagjöldum heimila á landinu. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um fasteignamat og fasteignagjöld og þá liði sem fasteignagjaldið samanstendur af, það er fasteignaskattur, lóðarleigu, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald. Viðmiðunareignin sem Byggðastofnun byggir á er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og 476 m3. Stærð lóðar er 808 m2. Skýrsla Byggðastofnunar kemur ekki út fyrr en síðar á árinu en með skoðun á samþykktum fjárhagsáætlunum og útgefnum gjaldskrám hjá sveitarfélögum fyrir árið 2023 er hægt að áætla væntanlegt fasteignagjald sveitarfélaga fyrir líðandi ár og var sú vinna unnin hjá Akraneskaupstað.
Alls eru 99 matssvæði í 50 sveitarfélögum tekin fyrir í skýrslu Byggðastofnunar, þar af 27 á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að bjóða upp á samanburð með meira notagildi og sem nýtist betur íbúum Akraness og nágrennis var ákveðið að skoða suðvesturhorn landsins og miðast greiningin við 19 sveitarfélög. Suðvesturhorn landsins í þessu tilfelli nær frá Hvítá í Borgarfirði til Hvítár í Árnessýslu. Mikilvægt er að taka fram að sum svæði innan sveitarfélaganna voru hagstæðari en sveitarfélagið í heild. Ef horft til þessa svæðis sem til skoðunar er, er Akranes í fyrsta sæti, þe. lægsta fasteignagjaldið árið 2023 líkt og raunin var árið 2022.
Hér má sjá töflu með niðurstöðu úr fyrrnefndri greiningu.
Þegar áætluð fasteignagjöld árið 2023 eru skoðuð kemur Akranes áfram vel út samanborið við önnur svæði á suðvesturhorni landsins. Jafnframt lítur út fyrir að hækkun fasteignagjalda milli ára verði hófleg á Akranesi en sveitarfélagið er í sjötta sæti af nítjan ef áætluð hækkun er skoðuð. Það þýðir að fasteignagjöld koma til með að hækka meira hjá þrettán sveitarfélögum af þeim nítjan sem voru til skoðunar en raunin verður hjá Akranesi. Þó nokkur sveitarfélög gripu til aðgerða til að sporna við hækkun fasteignagjalda og var Akranes þeirra á meðal.
Greiningin sýnir að Sveitarfélagið Ölfus er með lægsta fasteignaskatt á suðvesturhorni landsins, sem nemur rúmlega 121 þ.kr. og tekur við því sæti af Vestmannaeyjum. Akranes lendir í 6. sæti þar sem skatturinn er rúmlega 155 þ.kr. en sveitarfélagið færist upp um eitt sæti frá fyrra ári. Vogar munu vera með með hæsta fasteignaskattinn á þessu ári, sem nemur 240 þ.kr. en Hveragerði var með hæsta fasteignaskattinn árið 2022.
Þegar kemur að lóðarleigu á suðvesturhorni landsins er Kópavogur áfram í fyrsta sæti með lægstu gjöldin, rúmlega 17 þ.kr. Akranes lendir í öðru sæti með gjöld upp á rúmlega 27 þ.kr. Mosfellsbær lendir í 4. sæti og Seltjarnarnes í 16. sæti. Keflavík er áfram Í neðsta sæti með lóðagjöld upp á rúmlega 142 þ.kr. en lóðarleiga er almennt há á Suðurnesjum.
Þegar kemur að kostnaði við fráveitu lendir Akranes í 14-15. sæti með gjöld upp á tæplega 96 þ.kr. Til samanburðar lendir Mosfellsbær í 9. sæti og Borganes í 18. sæti. Í fyrsta sæti er Hvalfjarðarsveit með áætluð gjöld uppá tæplega 16 þ.kr. sem er ívið lægra en hjá flestum sveitarfélögum. Hæstu fráveitugjöldin á suðvesturhorni landsins verða á Seltjarnarnesi og eru áætluð rúmlega 152 þ.kr.
Akranes kemur mjög vel út þegar kemur að vatns- og sorpgjöldum. Samkvæmt greiningunni mun Akranes lenda í 4. sæti með vatnsgjöld upp á tæplega 42 þ.kr. og í fyrsta sæti í sorpgjöldum sem nema tæplega 36 þ.kr. en þau óbreytt á milli ára hjá sveitarfélaginu. Til samanburðar lendir Mosfellsbær í 9. sæti þegar kemur að vatnsgjöldum og 12. sæti í sorpgjöldum. Borganes situr í 12. sæti með áætluð vatnsgjöld upp á tæplega 67 þ.kr. og hæstu sorpgjöldin í 19. sæti upp á tæplega 83 þ.kr.
Hér má sjá töflu frá árinu 2022 til samanburðar.
Greiningin er birt með fyrirvara um hugsanlegar villur en nákvæmari greining Byggðastofnunar fyrir 2023 mun birtast síðar á árinu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember