Akranes með næst lægstu fasteignagjöld sveitarfélaga á suðvestur horni landsins
Líkt og undarfarin ár hefur Byggðastofnun gefið út skýrslu þar sem borin eru saman fasteignagjöld heimila á landinu. Í þessari skýrslu kemur fram samanburður á fasteignamati og fasteignagjöldum, það er fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald.
Alls voru 96 matssvæði í 50 sveitarfélögum tekin fyrir í skýrslunni. Til þess að bjóða upp á samanburð með meira notagildi og sem nýtist betur íbúum Akraness og nágrennis var ákveðið að skoða Suðvesturhorn landsins. Þannig hefur matssvæðum fækkað í 19 svæði/sveitarfélög. Suðvesturhorn landsins í þessu tilfelli er talið frá Vestmanneyjum að Borganesi. Mikilvægt er að taka fram að sum svæði innan sveitarfélaganna voru hagstæðari en sveitarfélagið í heild. Á landsvísu lenti Akranes í 24. sæti þegar kemur að fasteignagjöldum en í öðru sæti innan suðvesturhornsins, rétt á eftir Grindavík.
Þegar fasteignagjöld eru skoðuð í heild þá lendir Akranes ofarlega á listanum borið saman við önnur svæði á Suðvesturhorn landsins. Akranes er í öðru sæti og einnig með minnstu hlutfallslega hækkun fasteignagjalda, en gjöldin jukust um aðeins 9% frá 2014-2021. Eins og má sjá í töflunni hér fyrir ofan þá lendir Grindavík í fyrsta sæti. Meðal hæstu fimm eru Mosfellsbær, Þorlákshöfn og Kópavogur.
Gott er að skoða einnig fasteignamat svæðisins til þess að setja þessar upphæðir í samhengi. Þjóðskrá Íslands notar svokallaðan matssvæðisstuðul til að taka til staðsetningaráhrifanna sem geta átt sér stað. Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru á Suðvesturhorni landsins þá var matið hæst á Seltjarnarnesi og lægst í Borganesi, Þorlákshöfn og Sandgerði. Akranes var í 12. sæti þegar kemur að húsamati (47 m.kr.).
Skýrslan sýnir að Selfoss er með lægsta fasteignaskatt á Suðvesturhorni landsins, sem nemur sirka 115 þ.kr. Akranes lendir í 9. sæti þar sem skatturinn er um 137 þ.kr. Til samanburðar má nefna Mosfellsbæ sem lenti í 7. sæti og Borganes sem lenti í 10. sæti. Hveragerði reyndist svo vera með hæsta fasteignaskattinn sem nemur 199 þ.kr.
Þegar kemur að lóðarleigu á Suðvesturhorni landsins þá endar Kópavogur í fyrsta sæti með lægstu gjöldin; 17.315 kr. Akranes lendir í öðru sæti þar sem gjöldin ná upp í 23.881 kr. Mosfellsbær lendir í 4. sæti og Borganes í 15. sæti. Í neðsta sæti er Keflavík með gjöld upp á 125 þ.kr.
Í fráveitu lendir Akranes í 14. sæti með gjöld upp á 82.897 kr., til samanburðar lendir Mosfellsbær í 7. sæti og Borganes í 16. sæti. Í fyrsta sæti lenti Sandgerði með gjöld uppá 47.149 kr. Hæstu fráveitugjöldin á Suðvesturhorn landsins voru á Seltjarnarnesi og nema 131 þ.kr.
Akranes kemur mjög vel út þegar kemur að vatns- og sorpgjöldum. Akranes er þar í 4. sæti með vatnsgjöld uppá 38.814 kr. og í fyrsta sæti í sorpgjöldum sem nema 35.678 kr. Til samanburðar þá lendir Mosfellsbær í 7. sæti þegar kemur að vatnsgjöldum og í 3. sæti fyrir sorpgjöld. Borganes situr í 13. sæti með vatnsgjöld og 17. sæti með sorpgjöld. Hæstu vatnsgjöldin voru á Selfossi eða um 79 þ.kr. Hæstu sorpgjöldin voru svo í Reykjavík, 65 þ.kr.
Viðmiðunareignin sem byggðastofnun byggir á er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og 476 m3. Stærð lóðar er 808 m2.
Svæðin tekin fyrir í þessari úttekt á skýrslunni eru öll á Suðvesturhorni landsins og þau eru; Akranes, Reykjavík (Ægissíða og Hagar, Suður-Þingholt, Grandar, Hlíðar, Háaleit/Skeifa, Fossvogur, Laugarneshv./Vogar, Hamrar, Foldir, Hús, Selás, Rimar, Engi, Víkur, Borgir, Grafarholt, Seljahverfi, Hólar, Berg og Grundarhverfi), Seltjarnarnes (og Brautir), Garðabær, Kópavogur (Vesturbær, Hjallar, Smárar, Kórar og Hvörf, Þing), Hafnarfjörður (og Vellir), Álftanes, Mosfellsbær (og Leirvogstunga), Keflavík, Hveragerði, Njarðvík, Selfoss, Grindavík, Vogar, Vestmanneyjar, Sandgerði, Þorlákshöfn, Höfn og Borganes. Hverfi innan sveitarfélaganna hafa verið sameinuð til að einfalda niðurstöður.
Nánari upplýsingar má finna í skýrslu Byggðastofnunar en þar má sjá sundurliðun á fasteignasköttum og fasteignagjöldum niður á einstök hverfi í stærri sveitarfélögum. Skýrsluna má finna hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember