akranes.is besti sveitarfélagavefur landsins
Vefur Akraneskaupstaðar var valinn besti sveitarfélagavefurinn á Degi upplýsingatækninnar í dag en boðað var til ráðstefnu um upplýsingatækni og lýðræði á vegum Skýrslutæknifélags Íslands. Veittar voru viðurkenningar fyrir besta opinbera vefinn og fékk Þjóðskrá Íslands þá viðurkenningu fyrir vefinn island.is og viðurkenningin besti sveitarfélagavefurinn kom í hlut Akraneskaupstaðar fyrir akranes.is. Fimm sveitarfélög voru tilnefnd en þau voru Seltjarnarnesbær, Fjarðabyggð, Skagafjörður og Kópavogsbær en vefir þessara sveitarfélaga fengu hæstu stigin í úttekt sem kallast Hvað er spunnið í opinber vefi og er unnin af fyrirtækinu Sjá sem sérhæfir sig í aðgengi vefja. Það var Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir sem veitti viðurkenningarnar fyrir hönd innanríkisráðherra. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri tók á móti viðurkenningunni og í ávarpi sínu þakkaði bæjarstjóri starfsfólki bæjarskrifstofunnar undir forystu Sædísar Sigurmundsdóttur verkefnisstjóra fyrir vinnu við endurbætur á vef Akraneskaupstaðar. Einnig lýsti bæjarstjóri yfir ánægju með samstarfið við Stefnu en fyrirtækið hannaði vefinn í samstarfi við Akraneskaupstað. Dómnefndina skipuðu Marta Lárusdóttir lektor í upplýsingatækni hjá Háskólanum í Reykjavík, Rakel Pálsdóttir forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins og Tinni Sveinsson þróunarstjóri 365 og vefstjóri visir.is Viðurkenningin er veitt annað hvert ár og hlaut Reykjavíkurborg viðurkenninguna árið 2013.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember