Akraneskaupstaður auglýsir eftir fjármálastjóra
Á fundi bæjarráðs þann 1. september var samþykkt að heimila ráðningu nýs fjármálastjóra Akraneskaupstaðar. Um er að ræða tilfærslu á störfum innan stjórnsýslu- og fjármálasviðs en tveir þjónustufulltrúar eru að hætta störfum og verða stöður þeirra ekki auglýstar lausar til umsóknar. Núverandi fjármálastjóri mun halda áfram störfum hjá Akraneskaupstað sem verkefnisstjóri fjárreiðna og færði bæjarráð honum bestu þakkir fyrir mjög gott starf í þágu Akraneskaupstaðar í starfi fjármálastjóra. Hér má sjá fundargerð bæjarráðs og undir dagskrárlið nr. 5. er að finna tillögu og greinargerð vegna málsins.
Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með áætlanagerð og uppgjöri sveitarfélagsins og samhæfingu verkefna á sviði fjármála. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og er fjármálastjóri staðgengill hans.
Starfssvið
- Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn sveitarfélagsins.
- Undirbúningur, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana.
- Yfirumsjón með fjárreiðum, innkaupum og reikningshaldi.
- Yfirumsjón með framlagningu árshlutareikninga og ársreikninga.
- Greiningarvinna og miðlun upplýsinga til kjörinna fulltrúa og stjórnenda.
- Ýmis umbótaverkefni sem snúa m.a. að innleiðingu nýrra kerfa og gerð verkferla.
Hæfniskröfur
- Háskólapróf í viðskiptafræði, framhaldsmenntun æskileg.
- Reynsla af reikningshaldi, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
- Stjórnunarreynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.
- Góð samskipta- og leiðtogahæfni.
- Afar góð greiningarhæfni og færni í notkun upplýsingatækni.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Með vísan til laga um jafnan rétt kynjanna eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september næstkomandi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember