Akraneskaupstaður fær styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna
Akraneskaupstaður fékk á dögunum þriggja mánaða styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til verkefnisins: Ríkidæmi náttúrulegra stranda og tækifæri til aukinnar lýðheilsu „The riches of natural beaches and an opportunity to increase public health“.
Góð útivistarsvæði og snerting við náttúruna, er talin lykilatriði þegar kemur að heilsu og vellíðan. Hugmyndin um að viðvera við sjávarsíðuna sé heilsubætandi, er ekki ný af nálinni. Hippocrates (460–377 f.Kr.) lýsti læknandi áhrifum af sjávar- eða saltvatni og fjölmargar rannsóknir sýna jákvæð áhrif nálægð sjávar á fólk s.s. lækkun á blóðþrýsting. Fáar náttúrulega strendur eru á stórhöfuðborgarsvæðinu þar sem landfyllingar eru mjög víða. Akranes er einstaklega ríkt af mismunandi fjörugerðum sem almenningur er alveg ómeðvitaður um. Þó hefur tilkoma Guðlaugar og bláfánaviðurkenning fyrir Langasand hvatt til aukinna tækifæra. Verkefninu er ætlað að draga saman upplýsingar um fjörunnar setja fram með upplýsingahönnun og byggja þannig grunn til heildstæðs stígakerfis um ólíkar fjörugerðir.
Lýsing á verkefni
Norræna ráðherranefndin undir forustu Íslands leggur á Ungt fólk, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins. Þá er hækkun sjávar, líffræðilegur fjölbreytileiki, heilbrigði strandsvæða og möguleiki almennings að aðgengi gríðarlega mikilvæg málefni í samtímanum. Akranes býr yfir einstöku ríkidæmi hvað varðar fjörugerðir. Íslenskar fjörur eru flokkaðar í 24 misjafnlega víðtækar vistgerðir þar sem segja má að fjaran sjálf sé fyrsta stig flokkunarinnar. Á öðru stigi eru fjörur flokkaðar sem grýttar fjörur eða setfjörur, sem síðan skiptast frekar í enn fleiri undirflokka. Við Akranes er að finna einstakan fjölbreytileika fjörugerða. T.d. Líflitlar sandfjörur, Grýttar fjörur, Þangfjörur, Þangklungur, Setfjörur leirur og fjörupolla. Yfirleitt eru fjörupollar tegundaríkir af plöntum og dýrum og er þetta því mjög fjölbreytilegt fjörusvæði með hátt verndargildi þær má til dæmis finna á Elínarhöfða. Dæmi um líflitlar sandfjörur með svörtum sandi er t.d. Langisandur. Leirur má finna við Blautós, en leirur eru meðal mikilvægustu fæðusvæða vaðfugla hér á landi. Afar lítil meðvitund er um þessi gæði en tilkoma baðsvæðisins Guðlaugar og Bláfánaviðurkenning fyrir Langasand sl. sjö ár hefur þó gjörbreytt hegðun og viðhorfi fólks til aukinna tækifæra strandarinnar sem upplifunar, andlegrar endurheimtar og lýðheilsusvæðis. En í dag er vitundinn að mestu tengd sandfjörunni við Langasand. Verkefninu er ætlað að lyfta þessum gæðum, gera þau sýnileg almenningi og auka meðvitund um líffræðilegan fjölbreytileika sem mikil lífsgæði, fyrir alla.
Nýsköpunargildi verkefnis
Nýsköpunargildi verkefnis felst í að varpa ljósi á einstaka sérstöðu fjörugerða við Akranes sem hingað til hefur lítill gaumur verið gefin, nema hjá sérfræðingum og fagfólki. Við það náttúrulegum gæðum gefið vægi, þau tengd við lýðheilsu og niðurstöður rannsókna á því sviði. Með því að tengja saman þverfaglegar upplýsingar og setja fram á nýjan og myndrænan hátt og sýna fram á möguleika aukinnar upplifunar með auknu aðgengi að ólíkum fjörugerðum er sannarlega nýmæli að almenningur fái auka meðvitund að fjara er ekki bara fjara eða sólbaðsstaður heldur einstakt tækifæri til að uppgötva náttúruna samhliða andlegri og líkamlegri endurheimt.
Markmið og hagnýtt gildi
Markmið verkefnisins að varpa ljósi á fjörugerðir tengsl við lýðheilsu og náttúruskynjun. Það mun hafa hagnýtt gildi í að styðja við jákvæðar ákvarðanir umhverfisstefnu bæjarins sem er í vinnslu, bláfánaviðurkenningu o.fl. Með verkefninu ættu sjálfbærnimarkmiðin og áherslur um hafsvæði að tala saman á heildrænan hátt sem gefi bænum grunn til að byrja að heildrænu stígakerfi sem tengir fjörurnar. Það væri einstakt verkefni á landsvísu.
Verkefnið er unnið í samvinnu við landslagsarkitektúr BS við Landbúnaðarháskóla Íslands, en Margrét Helga Guðmundsdóttir nemi mun vinna verkefnið. Leiðbeinendur eru Helena Guttormsdóttir lektor og Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember