Fara í efni  

Akraneskaupstaður fær styrkveitingu fyrir Guðlaugu

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur veitt Akraneskaupstað styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða samtals 30 milljónir króna vegna verkefnisins „Guðlaug við Langasand“.

Styrkurinn er veittur til að byggja heita laug sem áætlað er að staðsetja í grjótvörn við Langasand á Akranesi. Mannvirkið samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem nýtur vatna úr yfirfalli efri laugarinnar. Í tillögu stjórnar að styrkjum ásamt rökstuðningi fyrir úthlutun segir um verkefnið "Nýstárleg og áhugaverð hugmynd sem gæti orðið að nýjum ferðamannasegli á Akranesi og stutt við þróun baðferðamennsku á landsvísu". 

Alls fengu 58 verkefni styrk en hér má skoða fréttatilkynningu á heimasíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem gefin var út fyrr í dag

Fyrir aðra áhugasama um verkefnið má hér skoða skýrslu sem Basalt gaf út árið 2015 um Guðlaugu.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00