Akraneskaupstaður hækkar framlag til barna- og unglingastarfs ÍA
Akraneskaupstaður hefur um langt árabil stutt vel við rekstur Íþróttabandalags Akraness og aðildarfélaga þess. Þessu til staðfestingar hefur verið í gildi samningur á milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness til stuðnings reksturs ÍA og samskipti ÍA og Akraneskaupstaðar. Það er sameiginlegur skilningur beggja aðila að aðildarfélög ÍA vinni það mikilvægt í starf, sérstaklega hvað varðar börn og unglinga, að eðlilegt sé að félögin fái fjárhagslegan stuðning frá samfélaginu.
Á síðustu árum hafa kröfur frá m.a. iðkendum, foreldrum, ÍSÍ o.fl. til íþróttafélaga um fagmennsku í íþróttastarfi, fjármálum og fleiri þáttum aukist verulega. Þetta krefst mikillar vinnu sem að mjög miklu leyti er unnin af sjálfboðaliðum. Akraneskaupstaður hefur stutt við þetta mikilvæga íþróttastarf með ýmsum hætti m.a. með tómstundaframlagi til íþróttaiðkenda, greiðslu launa starfsmanna vinnuskóla sem starfa fyrir íþróttafélög, beinum styrkjum til barna og unglingastarfs og einnig beinum rekstarstyrkjum til einstakra íþróttafélaga. Samtals voru greiðslur sem bárust frá Akraneskaupstað til íþróttafélaga ÍA 126,4 milljónir króna á árinu 2019.
Síðasti samningur á milli ÍA og Akraneskaupstaðar var undirritaður í apríl 2019 en um var að ræða endurnýjun á eldri samningi. Í september 2019 óskaði aðalstjórn ÍA eftir því að samningurinn yrði endurskoðaður þá sérstaklega 9. gr. samningsins sem fjallar um rekstrarstyrki aðildarfélaga ÍA. Í kjölfar þeirrar óskar skipaði bæjarstjóri í umboði bæjarráðs starfshóp með fulltrúum Akraneskaupstaðar og ÍA sem fékk það hlutverk að endurskoða samninginn.
Starfshópurinn fór í vinnu við að greina nákvæmlega framlög Akraneskaupstaðar til íþróttamála. Samhliða því var safnað gögnum um framlög frá nokkrum sveitarfélögum til íþróttamála . Við rýningu á þessum gögnum var hægt að fá góðar tölulegar upplýsingar og sjá hvar Akraneskaupstaður stendur í samanburði við þessi sveitarfélög. Vinnu starfshópsins lauk í maí 2020. Síðastliðið haust skipaði bæjarráð í samvinnu með skóla- og frístundaráði nýjan starfshóp með fulltrúum beggja hagsmunaaðila sem var falið að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi að úthlutun fjármagns, sem stuðla ætti að gagnsæi og jafnvægi á úthlutunum til aðildarfélaga ÍA. Vinnu þess starfshóps lauk í nóvember s.l og samþykkti bæjarráð þann 4. desember að hækka fjárveitingu til íþróttastarfs hjá ÍA um 18,4 milljónir króna og er því á árinu 2021 samtals 35,1 milljónir króna. Mun þessari fjárhæð verða úthlutað þannig að 23,4 milljónir króna munu fara til barna- og unglingastarfs en 11,7 milljónir króna fara í „styrktarsjóð ÍA“ sem verður til úthlutunar til íþróttafélaga. ÍA mun sjá um úthlutun úr styrktarsjóð ÍA en um 80% verða styrkir vegna grunnkostnaðar aðildarfélaga, 10% verða hvatastyrkir til aðildarfélaga og 10% verða afreksstyrkir til að verðlauna fyrir sérgreind afrek.
„Með þessari ákvörðun eru bæjaryfirvöld að leggja áherslu á sjónarmið sitt um hversu mikilvægt starf íþróttahreyfingarinnar er í lífi og þroska barna og ungmenna og í félagslegri umgjörð bæjarfélagsins. Það er forgangsverkefni Akraneskaupstaðar að styðja við fjölbreytt og framúrskarandi íþróttastarf á Akranesi og með aukinni fjárveitingu getum við betur tryggt þann stuðning“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.
Marella Steinsdóttir formaður ÍA: „Ég vil þakka góða vinnu starfshópsins sömuleiðis þakka Akraneskaupstað fyrir aukinn stuðning til íþróttamála og fagna því að bæjaryfirvöld sýna framsýni og skilning á því mikilvæga samfélagslega starfi sem unnið er í aðildarfélögum íA.“
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember