Akraneskaupstaður hlýtur styrk til uppsetningar á þráðlausu neti á opnum svæðum
Nýverið sótti Akraneskaupstaður um styrk til Evrópusambandsins um uppsetningu á þráðlausu neti á opnum svæðum á Akranesi, WiFi4EU. Alls hlutu 2.800 sveitarfélög styrk af þeim 13.000 sem sóttu um innan EES-svæðisins og var Akraneskaupstaður þar á meðal ásamt Reykjavíkurborg og Skagafirði. Þau svæði sem Akraneskaupstaður er að skoða varðandi uppsetningu á þráðlausu neti eru til að mynda Garðalundur, Langisandur, Breiðin og Akratorg.
Tekið var við umsóknum 7. til 9. nóvember sl. en styrkhafar eru dregnir út úr þeim umsóknum sem berast. Auglýst verður aftur eftir umsóknum í sjóðinn í byrjun næsta árs. Að þessu sinni voru 42 milljónir evra til skiptanna, en hver styrkur nemur 15.000 evrum. Leitast er við að jafna úthlutunum á vegum verkefnisins á milli aðildarríkja. Farið er yfir hverja umsókn, áður en hún fer í úthlutunarpottinn, m.t.t. skilyrða WiFi4EU sjóðsins og hverju aðildarríki er úthlutað ákveðnum lágmarksfjölda styrkja með tilliti til fjölda umsækjenda. Ekkert aðildarríki getur þó hlotið fleiri en 224 styrki eða sem nemur smt. 8% af heildarstyrkúthlutun.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember