Akraneskaupstaður innleiðir eigið eldvarnaeftirlit
Akraneskaupstaður innleiddi eigið eldvarnaeftirlit í öllum stofnunum sínum 1. október síðastliðinn í samvinnu við Eldvarnabandalagið. Eldvarnafulltrúar munu héðan í frá annast reglulegt eftirlit með eldvörnum hver í sinni stofnun samkvæmt leiðbeiningum og gátlistum Eldvarnabandalagsins. Eldvarnabandalagið og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar veittu eldvarnafulltrúum bæjarins, 34 talsins, nauðsynlega fræðslu og þjálfun svo þeir geti sinnt hlutverki sínu.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, segir innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits mikið fagnaðarefni. Þetta er kærkomin viðbót við eldvarnaeftirlit slökkviliðsins og skýr yfirlýsing af hálfu Akraneskaupstaðar um að efla eldvarnir hjá stofnunum bæjarins og auka þar með öryggi þeirra sem þar starfa og eiga þangað erindi.
Eldklárir starfsmenn
Eldvarnabandalagið og slökkviliðið veittu einnig öllu starfsfólki bæjarins fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustaðnum og heimilinu og var það liður í innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits. Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins, segir viðbrögð starfsmanna við fræðslunni hafa verið afar jákvæð og ánægjuleg. Fræðslan lagði áherslu á að allir starfsmenn beri ábyrgð á því að eldvarnir á vinnustaðnum séu í lagi og allir starfsmenn geta stuðlað að því að svo sé með árvekni og ábyrgri umgengni. Greinilegt var að fræðslan opnaði augu margra fyrir mikilvægi eldvarna til að vernda líf, heilsu og eignir.
Tilraunaverkefni
Innleiðing eigin eldvarnaeftirlits er liður í samstarfi Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins um að auka eldvarnir. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og verður árangurinn metinn að þeim tíma liðnum. Auk þess að efla eldvarnir hjá Akraneskaupstað er tilgangur verkefnisins jafnframt að unnt verði að draga lærdóm og öðlast reynslu sem getur nýst öðrum í sama tilgangi.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember