Akraneskaupstaður tekur upp stafrænt umsóknarferli fyrir fjárhagsaðstoð
Starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs í samvinnu við samband íslenskra sveitarfélaga hafa undanfarnar vikur unnið að breytingum á umsóknarferli fjárhagsaðstoðar með það að markmiði að einfalda ferlið fyrir notendur. Breytingarnar eru fyrstu skrefin í sameiginlegri starfrænni vegferð sveitarfélaga í samvinnu við Stafrænt Ísland.
Markmiðið með breytingunum er að einfalda og bæta þjónustu við notendur, fækka skrefum og um leið tryggja öryggi og stöðugleika við umsýslu umsókna. Sjálfvirk gagnaöflun frá Þjóðskrá og Skattinum einfaldar ferlið fyrir umsækjandann mikið og einnig felst í því mikið hagræðing fyrir starfsfólk. Mikil áhersla var lögð á að ferlið væri hannað út frá þörfum notenda. Umsækjandi þarf aðeins að skrá sig með rafrænum skilríkjum, svara nokkrum spurningum og veita heimild til að sækja gögn. Öll samskipti fara í gegnum umsóknargátt á Ísland.is og er niðurstaða afgreiðslu birt þar.
Frá og með apríl 2022 verður tekið á móti umsóknum í gegnum island.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember