Akratorg hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin
Laugardaginn 7. febrúar sl. voru Íslensku lýsingarverðlaunin veitt á vegum Ljóstæknifélags Íslands. Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Perlunni. Akratorg hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin að þessu sinni en alls voru átta verkefni tilnefnd. Við verðlaununum tóku Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fyrir hönd Akraneskaupstaðar, Aðalbjörg E. Kristjánsdóttir og Kristbjörg Traustadóttir frá Landmótun sf. og Guðjón L. Sigurðsson og Reynir Örn Jóhannesson lýsingahönnuðir frá Verkís.
„Þetta er frábær viðurkenning fyrir nýja torgið okkar hér á Akranesi“ segir Regína en lýsingin er góð viðbót við fallega hönnun torgsins og taka lýsingalausnirnar við af dagsbirtunni og veita torginu skemmtilega og fjölbreytilega lýsingu. Árið 2005 var efnt til samkeppni um framtíðarskipulag Akratorgs og næsta nágrennis. Deiliskipulag Akratorgsreits var síðan unnið árið 2013 af Landmótun sf. á grundvelli fyrstu verðlaunatillögunnar og í kjölfarið var hafin vinna við hönnun torgsins. Bæjaryfirvöld lögðu áherslu á að auka vægi grænna svæða á torginu og á lýsinguna.
Torgið var formlega vígt á Þjóðhátíðardaginn á síðasta ári. Lýsing á torginu var unnin af Verkís í samvinnu við Landmótun og var vígð 16. október sama ár, á degi Bleiku slaufunnar.
Megin hugmyndin var að skapa torg sem yrði akkeri menningar, viðburða og þjónustu á Akranesi. Lýsingarlausnir torgsins taka mið af þessari hugmynd og skapa umhverfi sem er síbreytilegt. Lýsingin á Akratorgi er bæði hugsuð sem almenn lýsing frá ljósastaurum í kringum torgið og skrautlýsing sem er stýrt í spjaldtölvu og lýsir á svið, styttu, gosbrunn og gönguleiðir innan torgsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember