Almenningssamgöngur eingöngu á rafmagni
Í dag 15. Júní frumsýna Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar nýja rafmagnsstrætisvagna Akraneskaupstaðar ásamt nýrri öflugri hleðslustöð. Krafa var í útboði um innanbæjar akstur strætisvagna að aðalbíll skyldi vera ragmagnsbíll en ákvað fyrirtækið að hafa báða vagnana rafmagnsknúna sem þýðir að Akranes verður fyrsta bæjarfélagið sem býður upp á almenningssamgöngur eingöngu á rafmagni.
Vagnarnir koma frá framleiðandanum King Long og eru þeir framleiddir í Kína. Þeir hafa verið prófaðir við veðurskilyrði sem líkjast okkar eigin. Bæði Norðmenn og Svíar hafa notað sömu gerð vagna yfir hávetur og gaf það góða raun. Fyrir áhugasöm þá má lesa meira um vagnana hér.
Vagnarnir komast tæplega 400 km á hleðslunni við fyrstu prófanir og tekur um 4 klst. að fullhlaða vagnana á nýrri hleðslustöð sem tekin var í notkun samhliða vögnunum. Öryggi vagnanna er framúrskarandi og útlit þeirra stórglæsilegt.
Akraneskaupstaður fagnar þessari rafvæðingu á almenningssamgöngum bæjarins sem er stórt skref í átt að loftslagsmarkmiðum okkar og hvetjum við bæjarbúa til að taka þátt og nýta sér þennann vistvæna ferðamáta sem þeim býðst endurgjaldslaust.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember