Alþjóðlegt málþing um varðveislu skipa
Á árinu 2015 leitaði bæjarstjóri Akraness eftir ráðgjöf Þjóðminjasafns Íslands um framtíðarvarðveislu kútters Sigurfara. Fenginn var danskur skipasmiður í gegnum þjóðminjasafnið til að meta ástand skipsins. Í ljós kom að ástand kútters Sigurfara er afar slæmt og eru flestir viðir þess mikið skemmdir eða ónýtir. Ráðgjöf þjóðminjavarðar var á þá leið að leggja ætti áherslu á að varðveita heimildir um skipið. Minjastofnun lagði fram styrk til undirbúnings verkefnisins og í kjölfarið var verkefnisstjóri ráðinn tímabundið til Byggðasafnsins í Görðum sem vann að skilgreiningu rannsóknaraðferða fyrir skipið, gerð verk- og tímaáætlunar og skipulagði samstarf við þar til bæra aðila um gerð sýningar um kútter Sigurfara.
Í tengslum við þetta stendur Byggðasafnið í Görðum fyrir alþjóðlegu málþingi um varðveislu skipa og báta dagana 23. og 24. febrúar n.k. Á málþinginu munu sérfræðingar frá Hollandi, Noregi, Englandi, Álandseyjum og Íslandi flytja erindi auk þess sem tvær vinnustofur munu fara fram. Málþingið ber heitið ,,Challenges Facing Historic Ship Conservation: Deconstruction or Reconstructions" eða ,,Áskoranir við varðveislu báta: taka í sundur eða endurbyggja". Ljóst er að söfn víða um heim glíma við áskoranir varðandi varðveislu skipa og báta.
Dagskrá fimmtudagsins 23. febrúar mun fara fram í Tónbergi á Akranesi en dagskrá föstudagsins 24. febrúar mun fara fram á Þjóðminjasafni Íslands í Reykjavík. Erindi á málþinginu munu öll fara fram á ensku en önnur vinnustofan, sem miðar að því að skilgreina gildi kútters Sigurfara fyrir samfélagið á Akranesi, fer fram á íslensku og hefst vinnustofan kl. 16.00. Ráðstefnan er öllum opin en tilkynna skal þátttöku með tölvupósti á museum@museum.is. Skagamenn eru sérstaklega hvattir til að taka þátt og það er ekki forsenda þátttöku í vinnustofunni að hafa verið á öllum fyrirlestrunum.
Málþingið er að mestu fjármagnað með styrkfé og hafa Minjastofnun, A.P. Møller fund í Danmörku og Faxaflóahafnir nú þegar staðfest styrkveitingu til málþingsins.
Nánari upplýsingar má sjá í verkefnisskýrslu og dagskrá málþingsins (enska)
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember