Ályktun bæjarstjórnar Akraness um samgöngumál
Forseti bæjarstjórnar Akraness, Valgerður Lyngdal Jónsson, bar upp svohljóðandi ályktun um samgöngumál á fundi bæjarstjórnar þann 13. nóvember síðastliðinn sem samþykkt var einróma:
„Bæjarstjórn Akraness fagnar því að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé kominn á samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 og áætlað sé að verja 3,2 milljörðum í verkefnið á því tímabili. Einnig fagnar bæjarstjórn því að Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029, sem unnin var í samvinnu sveitarfélaga á Vesturlandi, skuli hafa verið höfð til hliðsjónar við gerð samgönguáætlunar og hvetur til þess að svo verði áfram.
Bæjarstjórn Akraness áréttar að mjög brýnt er að flýta framkvæmdum á Kjalarnesi þar sem ástand vegarins er með öllu óásættanlegt og öryggi vegfarenda er teflt í hættu. Daglega fara um veginn þúsundir bíla og sífellt eykst fjöldi óöruggra vegfarenda sem fara um veginn. Brýnt er að framkvæmdir hefjist sem fyrst.
Einnig skorar bæjarstjórnin á samgönguráðherra að hefja án tafar undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem bætir umferð til og frá höfuðborginni og eykur umferðar- og almannaöryggi. Því fyrr sem raunhæfur undirbúningur verkefnisins hefst eru meiri líkur á að framkvæmdir geti farið af stað innan fárra ára.
Þess vegna hvetur bæjarstjórn Akraness samgönguráðherra til þess að íhuga alla möguleika varðandi fjármögnun mikilvægra samgönguverkefna svo unnt verði að ráðast fyrr í nauðsynlegar vegaumbætur eins og lagningu Sundabrautar. Bæjarstjórn Akraness hvetur jafnframt samgönguráðherra að gæta jafnræðis milli landshluta í ákvörðunum sínum um samgönguverkefni sem fara í blandaða fjármögnunarleið.“
Áskorunin hefur verið send samgönguráðherra, formanni samgönguráðs, þingmönnum Norðvesturkjördæmis og þingmönnum Reykjavíkur.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember