Ályktun bæjarstjórnar Akraness um sjóvarnargarð og hækkun Faxabrautar
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. febrúar var svohljóðandi bókun lögð fram og samþykkt einróma:
„Bæjarstjórn Akraness telur það mikið sanngirnismál að ríkið greiði þann kostnað sem þarf í uppbyggingu Faxabrautar. Faxabraut er þjóðvegur í þéttbýli sem þarf að hækka og styrkja, bæði vegna ástands hans og þeirrar byggðar sem fyrirhugað er að reisa á Sementsreitnum.
Með samþykkt Samgönguáætlunar fyrir árin 2019-2023 var 200 milljónum veitt í uppbyggingu Faxabrautar á árunum 2019 og 2020. Þetta eru góð tíðindi og að mati bæjarstjórnar Akraness mikilvæg fyrstu skref í átt að fullri fjármögnun ríkisins á þessari nauðsynlegu framkvæmd. Bæjarstjórn bendir á að verkið er kostnaðarmetið á 550 milljónir og því er hér aðeins um upphaf verkefnisins að ræða.
Bæjarstjórn Akraness hvetur samgönguyfirvöld og ríkisstjórn til að tryggja nægt fjármagn til Faxabrautar, eigi síðar en á árunum 2021 og 2022, eins og kemur fram í nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um Samgönguáætlun 2019-2023."
Bæjarstjórn Akraness mun fylgja þessu mikla sanngirnismáli eftir og þrýsta áfram á að full fjármögnun skili sér.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember