Ályktun bæjarstjórnar Akraness - Varðandi gjaldskrárhækkanir hjá landsbyggðarstrætó
Bæjarstjórn Akraness mótmælir harðlega þeim gjaldskrárhækkunum sem urðu hjá landsbyggðarstrætó síðastliðið sumar og koma sérstaklega hart niður á reglulegum notendum strætisvagna á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Njóta þessir farþegar nú hlutfallslega mun lakari afsláttarkjara en farþegar á öðrum leiðum miðað við muninn á verði staks fargjalds annars vegar og mánaðar- eða árskorts hins vegar. Við umræddar gjaldskrárbreytingar var verð á árskorti fyrir fullorðna hækkað úr kr. 140.000 í kr. 239.200, sem er með öllu óásættanleg hækkun fyrir hinn almenna strætófarþega á Akranesi.
Við yfirferð á nýrri gjaldskrá hjá landsbyggðarstrætó vakna alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Þannig má kaupa árskort sem gildir fyrir vegalengdina milli Staðarskála og Egilsstaða (Norðurland árskort) á kr. 159.200, sem þýðir að töluvert ódýrara er fyrir fólk að komast þar yfir mun lengri vegalengd en milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Einnig er Borgarbyggð með sér úrlausn innan síns sveitarfélags þar sem lengsta vegalengdin er 22,8 km frá Borgarnesi í Varmaland en verð fyrir árskort er kr. 96.000.
Bæjarstjórn beinir því til stjórnenda Vegagerðarinnar / landsbyggðarstrætó að unnið verði að lausn til að tryggja ferðir milli höfuðborgarsvæðisins og nærsveitarfélaga þess (Akranes, Borgarnes, Hveragerði, Selfoss, Reykjanesbær) á sanngjörnu verði og miða þá ef til vill við hámarks fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, 60 km og undir, og bjóða upp á betri kjör á árskortum til íbúa þeirra svæða.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir.
Þá gerir bæjarstjórn alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við hlutaðeigandi sveitarfélög áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana og óskar eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó.
Bæjarstjórn Akraness minnir á að stjórnvöld hafa lagt fram ákveðnar áherslur í umhverfis- og loftslagsmálum og þá hefur ríkisstjórn Íslands undanfarið lagt aukna áherslu á byggðaþróun og húsnæðisuppbyggingu í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Hér þarf hugur að fylgja máli og eru góðar, ódýrar og áreiðanlegar almenningssamgöngur til þessara svæða lykilatriði á leiðinni að þessum markmiðum. Bæjarstjórn brýnir því ríkisstjórnina til að leita allra leiða í rekstri landsbyggðarstrætó svo að ekki þurfi að grípa til svo gríðarlegra verðhækkana sem hér um ræðir.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember