Andlát - Ingvar Ingvarsson fv. bæjarfulltrúi
Ingvar Ingvarsson fyrrverandi bæjarfulltrúi lést þann 14. október síðastliðinn.
Ingvar fæddist í Borgarnesi 28. apríl 1946, en ólst upp á Akranesi. Foreldrar Ingvars voru þau Svava Steingrímsdóttir og Ingvar Björnsson kennari.
Eftirlifandi eiginkona Ingvars er Gunnhildur Hannesdóttir. Dóttir þeirra er Signý Ingvarsdóttir, en fyrir átti Gunnhildur þrjú börn; Sævar, Sigurhönnu og Kristrúnu Steinunni.
Ingvar var strax á barnsaldri orðinn virkur í ýmiskonar félagsstarfi, æfði og keppti í knattspyrnu með Knattspyrnufélaginu Kára, var virkur í starfi Skátafélags Akraness allt frá 10 ára aldri og var formaður Íþrótta- og bindindisfélags Gagnfræðaskóla Akraness í tvö skólaár. Þarna má segja að snemma hafi beygst krókurinn, enda var Ingvar síðan alla tíð mikilvirkur félagsmálamaður og félagsstörf og stjórnmál voru hans líf og yndi allt frá því að hann var ungur maður.
Eftir að Ingvar lauk kennaraprófi kom hann heim á Akranes og tók við nýrri stöðu æskulýðs- og íþróttafulltrúa hjá Akraneskaupstað en í því fólst meðal annars umsjón með æskulýðsstarfi á vegum bæjarins og íþróttamannvirkjum bæjarins. Þessu starfi gegndi hann í tvö ár, en gerðist síðan skólastjóri Steinsstaðaskóla í Skagafirði, síðan sveitarstjóri í Hrísey um skeið og loks kennari við Lundarskóla á Akureyri.
Árið 1985 fluttist fjölskyldan svo á Akranes, þegar Ingvar var ráðinn til Brekkubæjarskóla, fyrst sem yfirkennari og síðar aðstoðarskólastjóri. Því starfi gegndi hann allt til starfsloka árið 2006 og var bæði vinsæll og farsæll í sínu starfi.
Ingvar var fyrst kjörinn í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar fyrir Alþýðuflokkinn í bæjarstjórnarkosningum árið 1986. Hann sat sem bæjarfulltrúi samfellt í þrjú kjörtímabil eða tólf ár samtals og á þessum tíma sat hann meðal annars í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í fjögur ár, og starfaði einnig í stjórn Bókasafns Akraness, stjórn Dvalarheimilisins Höfða og í stjórn Rafveitu Akraness. Þá sat Ingvar í bæjarráði, sem áheyrnarfulltrúi eftir kosningarnar 1986 og aðalmaður eftir kosningarnar 1994.
Bæjarstjórn vottar Ingvari Ingvarssyni virðingu sína og vottar eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu samúð vegna fráfalls hans.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember