Fréttir
Handverkssýning opnar á Bókasafni Akraness
16.04.2015
Föstudaginn 17. apríl kl. 15:00 opnar Ásgeir Samúelsson yfirlitssýningu á handverki sínu á Bókasafni Akraness. Ásgeir er fæddur árið 1938 og hefur verið búsettur á Akranesi síðan árið 1956. Hann stundaði sjómennsku og smíðavinnu áður fyrr og var síðast í vinnu hjá Trésmiðju Þráins Gíslasonar en hætti störfum...
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 14. apríl nk.
10.04.2015
1211. fundur bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Alþjóðlegur dagur einhverfu
10.04.2015
Í dag, þann 10. apríl er haldið upp á bláan dag víðsvegar á landinu í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar sem var 2. apríl síðastliðinn. Á síðu styrktarfélags barna með einhverfu er hvatt til þess að foreldrar sendi börnin bláklædd í skólann þar sem blár er alþjóðlegur litur einhverfu. Þar segir að rétt eins og blæbrigði
Lesa meira
Atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3 til leigu
09.04.2015
Akraneskaupstaður auglýsir til leigu atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3. Um er að ræða 94 fm² endabil með sérinngangi og með innkeyrsludyrum. Húsnæðið er ekki fullklárað að innan og reiknað er með að væntanlegir leigjendur komi húsnæðinu í það horf sem þeir þurfa fyrir starfsemi sína.
Lesa meira
Myndlistarsýningin Flæði í Guðnýjarstofu
08.04.2015
Laugardaginn 28. mars sl. opnaði myndlistarhópurinn Mosi myndlistarsýninguna Flæði í Guðnýjarstofu, Safnaskálanum að Görðum. Mosi myndlistarhópur samanstendur af ellefu myndlistarmönnum sem koma saman einu sinni í viku til að mála, ræða myndlist, gagnrýna og fá ráðleggingar hvert hjá öðru.
Lesa meira
Ókeypis námskeið í tölvuleikjaforritun fyrir nemendur og foreldra 7.-10. bekkjar
08.04.2015
Grunnskólarnir á Akranesi bjóða nemendum í 7.-10. bekk og foreldrum þeirra upp á ókeypis námskeið í tölvuleikjaforritun fyrir byrjendur. Leiðbeinendur eru þær Hjördís Dögg Grímarsdóttir, Nanna María Elfarsdóttir og Friðrika Ýr Einarsdóttir kennarar í grunnskólunum á Akranesi. Námskeiðið er hluti af...
Lesa meira
Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands
07.04.2015
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýstu nýlega eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands sem kemur í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Styrkir úr sjóðnum eru veittir í eftirfarandi verkefni:
Lesa meira
Tilnefningar til bæjarlistamanns Akraness 2015
07.04.2015
Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar ákvað á 11. fundi sínum 31. mars sl. að opna fyrir tilnefningar og er þar almenningi gefinn kostur á að taka þátt í að tilnefna næsta bæjarlistamann Akraness.
Lesa meira
Umsóknarfrestur framlengdur til 23. apríl
01.04.2015
Umsóknarfrestur til styrkja vegna viðhalds fasteigna á Akranesi hefur verið framlengdur til 23. apríl næstkomandi. Með umsókninni skal fylgja greinargóð verklýsing/teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum ásamt kostnaðaráætlun. Fyrirspurnir skulu berast til skipulags- og umhverfissviðs í síma 433 1000 eða í...
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember