Sumarlestur á Bókasafni Akraness hefst 1. júní
Nú þegar grunnskóla lýkur hefst Einu sinni var…Sumarlestur á Bókasafni Akraness fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára. Þetta er í tíunda sinn sem Bókasafn Akraness stendur fyrir Sumarlestri.
Sumarlesturinn hefst 1. júní og stendur til 7. ágúst. Sumarlesturinn hefur það að markmiði að hvetja til yndislesturs og viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn í skóla. Þá geta krakkar undirbúið sig í sumar fyrir spurningakeppni grunnskólanna sem fram fer í haust. Bækur sem þarf að lesa fyrir þá keppni er hægt að fá lánaðar á bókasafninu.
Þegar börnin skrá sig til þátttöku fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar. Börnin fá stimpil í dagbókina sína og bókamiða til að festa í vísindanetið fyrir hverja lesna bók. Bókasafnið verður í samstarfi við Skessuhorn, sem birtir vikulega stutt viðtal við Lesara vikunnar, meðan á lestri stendur. Sumarlestur er ókeypis, en foreldrar eru beðnir um að fylgjast með að bókum sé skilað á réttum tíma, svo koma megi í veg fyrir vanskilasektir.
Þemað í ár er tækni og vísindi og mun hann Ævar vísindamaður koma í heimsókn á bókasafnið þann 2. júní kl. 15:00 og gera tilraunir og lesa úr nýjustu bókinni sinni, Risaeðlur í Reykjavík.
Þann 12. ágúst verður síðan haldin hátíð á Bókasafni Akraness, þar sem farið verður í skemmtilega leiki og nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir úr þátttökupottinum og hljóta glaðning frá styrktaraðilum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember