Fara í efni  

Fréttir

Spennandi uppbygging við Langasand - Hótel, baðlón, heilsulind og íþróttamannvirki

Akraneskaupstaður, Ísold fasteignafélag, Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Knattspyrnufélag Akraness undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Langasand. Í henni felst að byggt verði hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu. Jafnframt er lýst yfir samstarfi aðila um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Akranesi. Þá er einnig áformuð uppbygging á svæði ÍA þar sem m.a. verða nýir knattspyrnuvellir fyrir félagið og stórbætt aðstaða fyrir iðkendur og íbúa.
Lesa meira

Framkvæmdir við C-álmu Grundaskóla að hefjast

Sjammi ehf. hefur hafið framkvæmdir C-álmu Grundaskóla. Verið er að vinna í aðstöðusköpun og vinnugirðingum. Í næstu viku hefst niðurrif á 1. hæð og jarðvinna. Starfsfólk Grundaskóla hefur unnið að því að tæma hæðina í vikunni.
Lesa meira

Samningur við Sjamma ehf. um framkvæmdir við C-álmu Grundaskóla undirritaður

Fimmtudaginn 2. mars var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Sjamma ehf. um framkvæmdir við C-álmu Grundaskóla.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00