Fara í efni  

Spennandi uppbygging við Langasand - Hótel, baðlón, heilsulind og íþróttamannvirki

Hrönn Ríkharðsdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness, Aðalsteinn Jóhannsson fyrir hönd Ísoldar fa…
Hrönn Ríkharðsdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness, Aðalsteinn Jóhannsson fyrir hönd Ísoldar fasteignafélags, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Eggert Herbertsson formaður knattspyrnufélags ÍA.

Akraneskaupstaður, Ísold fasteignafélag, Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Knattspyrnufélag Akraness undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Langasand. Í henni felst að byggt verði hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu. Jafnframt er lýst yfir samstarfi aðila um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Akranesi. Þá er einnig áformuð uppbygging á svæði ÍA þar sem m.a. verða nýir knattspyrnuvellir og stórbætt aðstaða fyrir iðkendur og íbúa.

Svæðið er einstaklega skemmtilegt og býður nálægðin við Langasand, Guðlaugu og íþróttasvæði ÍA upp á spennandi möguleika og fáir staðir sem bjóða upp á ljósa sandfjöru sem snýr á móti suðri.

Fyrst hefst vinna við að greina tækifæri í ferðaþjónustu og að móta stefnu á því sviði og er áætlað að þeim fasa ljúki innan fjögurra mánaða en þá hefjist vinna við deiliskipulag og aðra slíka þætti. Mikil áhersla verður lögð á samráð og samtal við bæjarbúa og hagsmunaaðila.

,,Hér er verið að fara í gang með mjög metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu sem okkur hefur skort á Akranesi, en auk þess getum við bætt enn frekar aðstöðu fyrir íþróttastarfið hjá okkur. Þetta eru mikilvæg skref fyrir áframhaldandi vöxt Akraness og tilað auka enn við þjónustu og upplifun á þessu fallega svæði sem gegnir lykilhlutverki í lífi Akurnesinga.“ sagði Sævar Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.

„Við hjá Ísold hlökkum til að byggja upp hótel og baðlón með fjölbreyttri þjónustu hér á þessu frábæra svæði og taka þannig þátt í að efla og byggja upp á Akranesi og um leið að styðja við ÍA. Við getum varla beðið eftir því að hefjast handa við fyrstu verkefnin,“ sagði Aðalsteinn Jóhannsson hjá Ísold fasteignum.

Vilt þú vita meira um verkefnið? Við svörum þínum spurningum hér!

Liv Åse Skarstad bæjarfulltrúi, Aðalsteinn Jóhannsson, Sævar Freyr Þráinsson, Valgarður Lyngdal Jónsson bæjarfulltrúi, Ragnar Baldvin Sæmundsson bæjarfulltrúi. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00