Fara í efni  

Auglýsing um breytingu á aðal- og deiliskipulagi Smiðjuvalla

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 11. desember 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Smiðjuvellir, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi Smiðjuvalla.

 

Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 – Smiðjuvellir skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst m.a. í að landnotkunarreitir A9 og A10 eru sameinaðir reit í A8 og skipulagsákvæðum breytt, gert er ráð fyrir blandaðri landnotkun. Svæði I6 fyrir aðveitustöð rafveitu er fært til austurs í samræmi við orðinn hlut. Svæði V9 er leiðrétt til samræmis við rétta afmörkun lóðar. Engin breyting er gerð á skilmálum.

 

Breyting á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna Smiðjuvalla 12-14-16-18-20-22.

Breytingin felst m.a. í að sameina lóðirnar við Smiðjuvelli 12-22 í eina lóð. Sameinuð lóð er ætluð sem athafnalóð fyrir léttan iðnað, þjónustu og skrifstofur.

 

Breytingatillögurnar verða til kynninga í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 5. mars n.k. til og með 28. apríl 2019.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögurnar til 28. apríl nk. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is.

Hér að neðan má sjá skipulagsuppdrætti ofangreinds aðal- og deiliskipulags.

Aðalskipulag      Deiliskipulag

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00