Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 26. janúar s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis samkvæmt 1. mgr. 41.gr. sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið markast af Breiðargötu til vesturs, Bárugötu í norður, ströndinni að austan og lóðarmörkum Breiðargötu 4 að sunnan og tekur til lóða nr. 2, 8, 8A og 8B við Breiðargötu, sjá nánar á skipulagsuppdrætti.
Deiliskipulagstillagan felur í sér að lóðarmörkum lóða á svæðinu er breytt þannig að úr framangreindum lóðum verði tvær lóðir, Breiðargata 8 og 8B. Ytri mörkum og stærð lóðanna er líka breytt. Innan þessara lóða hyggst lóðarhafi, HB Grandi hf., byggja upp og starfrækja alla fiskþurrkun sína á Akranesi. Gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að byggja ný hús á lóðinni fyrir þá starfsemi í tveimur áföngum. Vegna fyrirhugaðrar starfsemi fylgir tillögunni umhverfisskýrsla sem er hluti deiliskipulagstillögunnar þar sem gerð er grein fyrir áhrifum starfseminnar, aðgerðum til að lágmarka neikvæð grenndaráhrif og hvernig áhrifin verði mæld.
Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að gerð verði um 0,4ha. landfylling og sjóvarnargarður til að verja hús og lóðir fyrir ágangi sjávar. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni að Breiðargötu 8B, þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum, verður 6.868fm. Hámarkshæð bygginga má vera 13m miðað við hæð gólfplötu aðkomuhæðar.
Eftir byggingu fyrsta áfanga gerir HB Grandi hf. ráð fyrir að afköst fiskþurrkunar fari úr 170 tonnum á viku í 250-300 tonn. Við byggingu annars áfanga muni afköstin aukast um 300-350 tonn á viku. Fram kemur í tillögunni að óheimilt sé að veita byggingarleyfi fyrir öðrum áfanga nema tekist hafi að tryggja að umhverfisáhrif vegna fyrsta áfanga verði fullnægjandi.
Samantekin niðurstaða umhverfisskýrslu er að bætt húsnæði og búnaður muni draga verulega úr lyktarmengun í nærumhverfi starfseminnar þrátt fyrir aukna afkastagetu. Ekki verði hægt að komast hjá allri lyktamengun en lykt sem metin verði með stöðluðu lyktarskynmati í 250 m frá þurrkuninni ætti ekki að vera meiri en dauf nema í undantekningartilvikum. Lítilla áhrifa eigi því að gæta á íbúðarbyggð. Áhrifasvæði breytist ekki þó annar áfangi verði tekinn í notkun.
Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi frá og með 12. febrúar 2016 til og með 30. mars 2016 og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Sérstakur kynningarfundur verður haldinn þar sem tillagan verður kynnt sérstaklega. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 30. mars 2016 annaðhvort í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is
Meðfylgjandi er helstu gögn málsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember