Fara í efni  

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar - Þjóðbrautar

Bæjarráð Akraness í umboði bæjarstjórnar samþykkti þann 27. júlí síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar - Þjóðbrautar skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin er gerð til samræmis við tillögu að breytingu deiliskipulags Dalbrautarreits, sem auglýst var 20. júlí 2017 en sú auglýsing rennur út 7. september 2017. Rétt er að taka fram að í þeirri auglýsingu misritaðist að heimiluð yrði félagsstarfsemi á jarðhæð nýbyggingar að Dalbraut 6 en þar átti að standa Dalbraut 4.

Breytingin felst í því að skipulagssvæði deiliskipulags Dalbrautar - Þjóðbrautar, sem upphaflega var samþykkt 22. mars 1988, er minnkað sem nemur lóðinni Dalbraut 8. Áður hafði skipulagssvæðið verið minnkað 2006 þegar unnið var nýtt deiliskipulag á suðurhluta svæðisins. Engin önnur breyting er gerð á deiliskipulaginu.

Samsvarandi breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þar sem miðsvæði er stækkað á kostnað svæðis fyrir blandaða landnotkun var auglýst samhliða deiliskipulagi Dalbrautarreits.

Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is frá og með 3. ágúst til og með 21. september 2017. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 21. september 2017 í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is

Tillagan er aðgengileg hér 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00