AUGLÝSING UM ÚTGÁFU FRAMKVÆMDALEYFIS
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi þann 13. desember 2022 framkvæmdaleyfi fyrir stækkun aðalhafnargarðs. Framkvæmdin felur í sér gerð nýs hafnarbakka (framlenging) með um 220 metra viðlegu (90 metra lenging á núverandi bakka) með um 11 metra dýpi. Dýpkun á snúningssvæði innan hafnar, snúningssvæði með um 120 metra þvermáli og dýpi 10 metra. Dýpkun á snúningssvæði utan hafnarmynnis, snúningssvæði um 180 metra þvermáli og dýpi 11 metra. Lengingu brimvarnargarðs um allt að 60 metra, öldudeyfingu á milli aðalhafnargarðs og bátabryggju.
Umrædd framkvæmd er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og liggur fyrir matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar.
Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Akraness 2005-2017 og deiliskipulag Akraneshafnar.
Vakin er athygli á að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um leyfið, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Skipulagsfulltrúi Akraness
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember